Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 157 ! i : ! j 2. mynd. Móbergsstapinn Stóri-Meitill séður úr Uveradölum. Fremst Kristni- tökuhraun. Raninn norður úr fjallinu er úr bólstrabergi. Ofan á því er móberg og í fjallsbrúninni grágrýtislög. Leifar jökulbergskápu sjást mjög greinilega í fjallshliðinni. — Der Tafelberg Stóri-Meitill. — Ljósm. Þorleifur Einarsson. Þegar vatnsdýpið minnkaði vegna upplileðslu gosefna í geilinni, lögðust laus gosefni ofan á bólstrabergið og fylltu liana að meira eða minna leyti. Ef hún fylltist meir en að 9/10, komst vatn ekki í snertingu við hraunkvikuna og dró þá úr myndun lausra gos- efna, en þau verða einkum til við snögga kælingu hraunkviku. Hraun íann nú úr gígunum og barmafyllti geilina og rann jafn- vel út á jökulinn. Fjöll, sem náð hafa þessu stigi, eru nokkur á Hellisheiði, t. d. Stóri-Meitill og Geitafell. Slík fjöll nefnast mó- bergsstapar. Miklu algengari eru þó fjöll, sem byggð eru upp úr lausum gosefnum, sem síðar hafa límzt saman, móbergshryggirnir, t. d. Stóra-Reykjafell og Skálafell. Ummyndun lausra gosefna, ösku, í móberg sannar ekki, að mó- bergsfjöllin hafi hlaðizt upp í eða undir jökli, því að móberg er einnig þekkt sem millilög í tertieru blágrýtismynduninni, t. d. í Esju. Móberg myndast líka í glerkenndu hrauni, runnu eftir jök- ultíma, svo sem rannsóknir Jóns Jónssonar (1954) í Landbrotshól- um hafa sýnt. Ummyndun gosösku í móberg getur orðið hröð, ef

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.