Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 14
162 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN Leitahraun. Austan undir Bláfjöllum, sunnan Ólafsskarðs, er óásjálegur gjallrimi, er Leitin nefnist. Að sunnan er hann 30 m hár, að norð- an jafnhár Lambafellshrauni. Rimi þessi er eystri barmur gígs þess, sem stærsta hraun Hellisheiðarsvæðisins er komið frá. Leitahraun, eins og það nefnist hér, þekur 75 km2 lands. Gígurinn er um 300 m frá NA—SV og 150 m þvert á þá stefnu. Leysingalækur úr Blá- fjöllum hefur fyllt gígskálina með möl og sandi, en þó sést enn 2—3 m hár hraunhjalli og bendir hann til þess, að hrauntjörn hafi staðið í gígnum. Úr norðurhluta gígsins hefur lirauná runnið. Hraunið, sem var mjög þunnfljótandi, breiddist út á flatn- eskjunni milli Bláfjalla, Heiðarinnar há, Geitafells, Meitla og Lambafells og nefnist Lambafellshraun. Hraunflóð rann þaðan til norðurs milli Blákolls og Lambafells og breiddist út norður til Húsmúla og Engidalskvíslar. Þar heitir nú Svínahraun (hellu- hraunið). Hraun þetta rann síðan niður um Vatnaöldur, Sand- skeið, Fóelluvötn og milli grágrýtisholtanna hjá Lækjarbotnum (Lögbergshúsið stendur á hrauninu.) og út í hið forna Elliðavatn, sem var mun stærra en vatnið er í dag. Þegar hraunið rann út í vatnið, tók að gjósa upp úr því vegna gufuþenslu í liraunkvikunni, og mynduðust þar gervigígar, sem nú nefnast Rauðhólar. Trölla- börn neðan Lækjarbotna eru líka gervigigar í þessu hrauni. Hraun- straumurinn rann síðan niður dal Elliðaánna allt í Elliðavog. Rétt ofan eystri brúarinnar yfir Elliðaárnar er mór undir hraun- inu og reyndar víðar upp eftir árfarveginum. Hraunið hefur runn- ið yfir mýri. Mór þessi hefur verið aldursákvarðaður með mælingu á geislavirku kolefni, C14, og reyndist efsta lag hans vera 5300 ± 340 ára gamalt (Jóhannes Áskelsson 1953). Leitahraun ætti því að vera rúmlega 5000 ára gamalt. Tveir liraunstraumar úr Leitahrauni runnu til suðurs, Djúpa- dalshraun milli Geitafells og Krossfjalla og annar milli Kross- fjalla og Löngulilíðar, sem breiðzt hefur út á láglendi allt suður til sjávar í Hafnarskeið og austur undir Ölfusá. Þar standa bæirnir Hraun og Grímslækur í hraunjaðrinum. Nefnist þar Heiði eða Hraunsheiði. Leitahraun er helluhraun úr dílóttu (feldspat) blágrýti. í hrauninu eru nokkrir hellar og niðurföll. Stærsti hellirinn er Rauf- arhólshellir ofan Vindheima í Ölfusi. Hann er 850 m langur, 10—

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.