Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 20
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nefnist Eldborgarhraun eða Innbruni. Þaðan rann hraun, Fram- bruni, niður um skarðið milli Krossfjalla og Lönguhlíðar. Hraun þetta breiddist síðan yfir Hraunsheiði (Leitahraun). Einn hraun- taumurinn rann meðfram Hjallafjalli í átt til Hjalla, en annar milli bæjanna Grímslækjar og Hrauns og nefnist þar Hraun (samkv. korti Grímslækjarhraun) til aðgreiningar frá Heiði (Leita- hraun). Nær þetta hraun hvergi fram af brún Leitahrauns. Hraun- ið er 9 km að lengd. Eins og að framan getur, er líklegt, að nyrðri hluti sprungunn- ar hafi gosið fyrst og syðsti hlutinn seinast. Slíkt er algengt í sprungugosum. í Skaftáreldunum 1783 gaus sprungan sunnan Laka frá 8. júní, en norðan fellsins hófst gosið ekki fyrr en í lok júlí sama sumar. Líkt var og farið Mývatnseldum 1724—29 og gosi Sveinagjár 1875. Nokkuð liefur það verið á reiki, hvaða hraun það var, sem náði láglendi í Ölfusi í gosinu árið 1000. Þorvaldur Thoroddsen telur ýmist, að Þurárhraun eða Eldborgarhraun hafi runnið þá. Guð- mundur ICjartansson (1943) bendir réttilega á, að bæði hraunin séu komin úr sömu gossprungu og því líklega jafngömul. Athug- anir þær, sem ég hef gert, benda eindregið til þess, að bæði hraun- in séu komin upp í sama gosi. Þó er Þurárhraun líklega nokkrum dögum eða vikum eldra en Eldborgarliraun. Bergfræðilega er blá- grýti beggja hraunanna líkt, stakdílótt (feldspat) blágrýti. Gróður- far hraunanna og allt útlit ber merki ungs aldurs. Afstaða hraun- anna til annarra hrauna á Hellisheiðarsvæðinu bendir og til hins sama. Segulmælingar, sem Ari Brynjólfsson gerði á hraunum þess- um árið 1955, benda einnig til þess, að hraunin séu lík að aldri. Öskulagsrannsóknir sýna með nokkurri vissu, að Kristnitöku- hraunið hafi runnið eftir landnámstíð. í jarðvegssniðum í hraun- inu hef ég ekki getað fundið öskulagið G, en það liggur undir rúst- um í Þjósárdal (Sigurður Þórarinsson 1944), og í mýrarsniðum, sem frjógreind hafa verið, liggur það rétt neðan hinnar greinilegu gróðurfarsbreytingar, sem varð við landnámið. Öskulag þetta er komið af Torfajökulssvæðinu og er líklega 1100—1200 ára gamalt. Það finnst annars í nær öllum jarðvegssniðum hér sunnan lands, t. d. á næstyngsta Hellisheiðarhrauninu. Þunnt öskulag, sem mynd- aðist við Kristnitökugosið, er að finna í jarðvegssniðum vestan eystri gossprungunnar á Hellisheiði, rétt ofan öskulagsins G.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.