Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 26
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN líkindum gömul sjávarbjörg (Guðmundur Kjartansson 1943). Þver- hnýpi Hjallafjalls er myndað á síðjökultíma, en Efrafjalls líklega á síðustu lilýöld. Flestir þeir, sem um íslenzkar brotalínur hafa fjallað, hafa ein- blínt um of á landnorður-kerfið og ekki veitt öðru kerfi, sem nefna mætt.i vestræna kerfið, atliygli, enda er það ekki jafngreinilegt í landslagi. Það kemur þó nokkuð vel í ljós á Hellisheiðarsvæðinu. Má nefna, að norðurbrún (Hverahlíðar) og suðurbrún (Langahlíð) Skálafellsdyngju hafa J^essa stefnu, svo og brotalína í Hrossaflöt- um, milli Geitafells og Fjallsins eina, en yfir hana hefur runnið hraun frá Heiðinni há. Einnig eru Hengladalir grafnir í þessa stefnu. Kerfi þetta kemur enn fremur í ljós í nágrenni Reykjavík- ur; nes og eyjar hafa þessa stefnu. En hvergi mun þetta vestræna kerfi vera greinilegra hér sunnan lands en í Þjórsárdal. Þjófagil í Búrfelli er eitt slíkt misgengi, og hef ég fundið }:>ar í gilinu núnings- fleti, sem sýna, að Jrar hefur hreyfing í lárétta stefnu átt sér stað. Mér er aðeins kunnugt, að slíkar láréttar misgengisrispur hafi fund- izt áður í sprungu með landnorðurstefnu í gili ofan Stóranúps í Gnúpverjahreppi, en þær rispur gætu einnig verið til komnar af töldum jökuls. Misgengisrispurnar í Búrfelli, sem finnast víðar í fjallinu en í Þjófagili, eru örugglega til orðnar við núning milli sprungubarma, því að þær koma nú í ljós vegna rofs leysingalækja. Misgengisrispur af völdum hreyfinga í lóðrétta stefnu eru algeng- ari en hinar, t. d. á kalkganginum ofan Mógilsár í Esju. Brotalínur og gossprungur á Snæfellsnesi hafa vestræna stefnu, svo og Dals- mynni Fnjóskadals, svo að eitthvað sé nefnt, en líklegt er, að við nánari rannsóknir muni brotalínur með þessari stefnu finnast víð- ar um land. Jarðskjálftar eru algengir á Hellisheiðarsvæðinu, svo sem við er að búast, þar sem mikið er um ungar brotalínur, en slíkar línur mætti einnig kalla jarðskjálftasprungur, því að við hreyfingar barm- anna eiga sér oft stað jarðskjálftar. Styrkleiki jarðskjálfta á vestan- verðri Hellisheiði er ekki mikill, en þeim mun tíðari eru jarð- liræringar. T. d. fundust um 60 kippir í Hveradölum á einum degi, 29. okt. 1954. Jarðskjálftar þeir, sem skekið hafa Suðurlandsundir- lendið, hafa oft valdið tjóni í Ölfusi. Þannig féllu 24 bæjarhús og 20 urðu fyrir stórskemmdum að auki í jarðskjálftunum miklu þar síðsumars 1896, en þeir skóku reyndar mikinn hluta Suður-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.