Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 177
vitnaðist, að tíndar hefðu verið hjartaskeljar 5 árum áður í Gufu-
nesi við sunnanverðan Faxaflóa og á Rauðasandi að minnsta kosti
2 árum áður. Frá síðarnefndum stað hef ég fengið lifandi eintök,
og hefur hjartaskelin lifað þar góðu lífi, síðan hennar varð vart;
Jrað sannar bezt hinn ágæti vöxtur skeljanna. Stærsta skelin, sem
ég hef fengið frá Rauðasandi mældist 57 mm á lengd og 48 mm á
breidd og var auk þess vel þykk. Er þetta meiri vöxtur en tegund-
in nær við strendur Noregs og Danmerkur. Ennfremur sendi Petra
Sveinsdóttir mér nýlega 49 mm langa hjartaskel frá Stöðvarfirði;
hafði skel þessí komið upp með lóð í fiskiróðri.
Úr Faxaflóa hafa ekki enn náðst lifandi eintök af hjartaskel; en
eigi að síður hlýtur tegundin að lifa þar, því að mikið hefur fund-
izt rekið á fjörur, bæði af ungum skeljum og fullvaxta, í Flóanum
sunnanverðum.
Þá er vert að geta þess, að hjartaskelin er nú fundin í fornskelja-
lögum í Mýrdal. Eru lög þessi ekki álitin vera yngri en frá önd-
verðum jökultíma (sjá J. Áskelsson: Fossiliferous xenoliths in the
móberg formation of tlie South Iceland. Acta naturalia Islandica,
vol. II, no: 3, Rvk 1960).
Risasnekkja (Tliracia devexa).
Tegund Jressi, sem telst til snekkjuættarinnar (Thraciidae), hef-
ur ekki fundizt áður hér við land; fékkst hún í veiðiferð, einhvers
staðar við Vestmannaeyjar. Hægri skelin hafði brotnað, svo að það
var aðeins vinstri skelin, er ég fékk
til athugunar. Stærð hennar var:
Lengd 48 mm og breidd 36 mm.
Risasnekkjan er mjög lík hrukku-
snekkju (T. myopsis), er finnst á víð
og dreif umhverfis land allt, enda
upphaflega talin afbrigði af henni, en
risasnekkjan er mun stórvaxnari, með
bunguvaxnara nef, sem er greinilega j mynd Risasnekkja> vinstri
framan við miðju og með teygðum skel (G 0 Sars)
afturenda; einnig er kviðröndin á skel-
inni oft buguð aftan til. Risasnekkjan er hánorræn tegund, hefur
fundizt við Norður-Noreg, Svalbarða og Austur-Grænland. Fund-
ur tegundarinnar við Vestmannaeyjar er því mjög athyglisverður.