Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 30
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Bylgjuskel (Mysia undata Penn.) [Syn: Lucinopsis u.]. Tegund þessa, sem ekki hefur verið talin íslenzk, fann Páll Ein- arsson, Reykjavík, sumarið 1958 í uppdælingar-(verksmiðju)-sand- inum á Akranesi. Hann fann aðeins aðra skelina, og var stærð lienn- ar sem hér segir: Lengd 8,5 mm og breidd 7,5 mm. S. 1. sumar (1960) finnur Páll svo aðra skel sömu tegundar, og var lengdin á henni 6,0 mm og breidd 5,0 mm. Hvorug skelin var steinrunnin; voru þær jafnvel svo ferskar útlits, að þær hefðu vel getað verið í tölu lifenda til skamms tíma. Þessa nýfundnu tegund hef ég skírt b y 1 g j u s k e 1; var hún áður talin til Freyjuskeljaættar (Veneridae), en er nú talin til útlendrar ættar: Petricoli- dae, er ég leyfi mér að kalla bylgjuskelja- æ 11. Skeljar þessarar ættar eru flestar fremur smáar, kringluleitar eða aflangar. Hægri skelin með 2, en sú vinstri með 3 griptönn- um. Hliðartennur engar. Úttengsli eru mjög stutt. Möttulbugur- inn stór. Út- og innstreymispípur langar. Hér fer á eftir stutt lýsing af bylgjuskelinni: „Skeljarnar nærri kringlóttar, lítið eitt lengri en þær eru breið- ar, hvítar að lit, þunnar og fremur kúptar. Nefið lítið um sig, en töluvert framstætt. Miðtönn vinstri skeljar klofin. Yfirborðið með óreglulegum, fremur lítið áberandi langrákum. Möttulbugurinn langur og liggur á ská upp á við. Út- og innstreymispípurnar að- skildar eða því sem nær.“ Fullvaxta bylgjuskel er 30—37 mm löng, svo að skeljamar, sem fundust á Akranesi, hafa verið nokkuð ungar. Bylgjuskelin er Evrópu-tegund. Nær hún frá Lófóten í Noregi suður á bóginn og alla leið til Miðjarðarhafs; er bæði við Færeyj- ar og Bretlandseyjar. Dýptarsvið tegundarinnar er mjög mikið, allt frá 9 m og niður á 2500 m. Hvenær eða hvernig bylgjuskelin er hingað komin, eða hvort hún getur lifað eðlilegu lífi hér við land, skal engum getum að leitt um sinn. Vil ég biðja alla þá, sem safna skeldýrum í eða um- hverfis Faxaflóa, að athuga vandlega, hvort bylgjuskelin kemur fram í safni þeirra. Ef svo yrði, eru þeir vinsamlega beðnir að tilkynna mér það. 2. mynd. Bylgjuskel sýnd frá hægri hlið. (Úr: Danmarks fauna).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.