Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 34
182
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
samræmi við frumlýsinguna af tegundinni. Hef ég gert mér í
hugarlund, að mnnurinn stafi af því, að hýðið felli hárin með
aldrinum.
Sævarlubbinn er fágætur kuðungur, bæði hér við land og ann-
ars staðar. Við ísland hefur hann fundizt einu sinni áður alldjúpt
undan Reykjanesi (kornungt eintak, 1,8 mm X 1.7 mm að stærð).
Aðrir fundir tegundarinnar utan íslands eru fáein eintök við vest-
urströnd Noregs og eitt dautt eintak við Suðureyjar.
Krotbeli (Lora [Bela\ tenuicostata).
Þessi sérkennilegi beli fékkst í botnsköfu s. 1. sumar úti fyrir
Vestfjörðum, nánar tiltekið í norðvestur frá Rit á 210—230 m dýpi.
Hefur áður eingöngu fundizt úti fyrir Austfjörðum á fáeinum
stöðum. Krotbelinn þekkist vel frá öðrum belum á hinum fjöl-
mörgu, þéttstæðu og bugðóttu langgárum.
Keilukati (Trichotropis conica).
Meðal skeldýra þeirra, er ég hef fengið frá Stöðvarfirði til ákvörð-
nnar er keilukati; fannst hann í ýsumaga, en þannig fenginn var
megin fjöldi þeirra eintaka, sem mér var sendur
til athugunar. Eintak það, er ég fékk í hendur,
leit út fyrir að hafa verið lifandi þegar það var
etið. Keilukati hefur áður fundizt undan Látra-
bjargi, en aðeins tómar skeljar. Tegund þessi er
h'k barðakata (T. borealis), sem er hér víða, en
greinir sig frá honum aðallega í tvennu: 1. að
hafa nærri tígullaga munna og 2. að vera hýðis-
laus eða því sem nær.
6. mynd. Keilu-
kati. (G. O. Sárs).
Hnííilbobbi (Capulus hungaricus).
Þennan sérkennilega og fáséða kuðung, sem er líkur sauðarhnífli
í laginu, fékk ég sendan frá Stöðvarfirði s. 1. vetur. Hafði hann
fundizt í ýsu, er veiddist á 150 m dýpi úti fyrir fjarðarmynninu.
Tegundin hefur aldrei fundizt áður við Austfirði.