Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 40
188
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
stöðum. Skemma oft matvæli og fatnað o. fl. En úr þeim er líka
hið fræga lyf penisillín unnið. Sumir hattsveppir eru eitraðir t. d.
berserkjasveppurinn. Gersveppir lifa í sætum vökvum og valda
gerjun, þ. e. breyta sykri í vínanda og kolsýru. Þeir eru þess vegna
ræktaðir og notaðir mikið við brauð- öl- og víngerð. Sníkjusveppir
lifa á öðrum lifandi jurtum eða dýrum og geta valdið sjúkdóm-
um, t. d. kartöflumygla, reyniáta o. s. frv. Flugnamyglusveppurinn
vex í stofuflugunni. Vaxa að lokum gróþræðir út úr flugunum,
sem verða eins og mjölvi drifnar af gróunum. Drepur sveppurinn
flugurnar oft að lokum.
Sveppirnir geta rutt sér braut með miklu afli. Próf. J. T. Bonn-
er segir svo frá: „Eg var vanur að ganga með hundinn minn á
hverjum morgni dálítinn spöl á fáförnum, malbikuðum vegi. Einn
morgun tók ég eftir ójöfnum, hálfkúlulaga, á stærð við undir-
bolla í malbikinu. Nokkrum dögum síðar sá ég mér til mikillar
undrunar að ein hálfkúlan var sprungin og sveppur var farinn að
vaxa upp úr henni. Elvernig gat mjúkur sveppur sýnt þvílíka afl-
raun? Nú er malbikið í rauninni þykkur vökvi, en svo stöðugur,
langvarandi þrýsingur getur hreyft það eða sveigt. Eg fór að graf-
ast fyrir um rnálið og fann m. a. frásögn í rússnesku blaði, þar sem
sagt er frá svipuðu fyrirbæri. Þar kom sveppur upp um verk-
smiðjugólf!“ Próf. Bonner o. fl. hafa síðan fengist rnikið við að
rannsaka vöxt sveppa lífeðlisfræðilega. Líkir hann sveppum við
tóma blöðru um skeið, sem aðeins bíði fyllingar. Hinir ungu
sveppir eru oft að mestu huldir undir grasi eða laufi, en jafn-
skjótt og skilyrði — hiti og raki — verða hagstæð, streymir upp-
leyst næring upp í sveppaþræðina með undraverðum hraða. Frum-
urnar þenjast út, sveppurinn lengist skyndilega og brýtur sér braut.
Snúum oss nú að fyrirbæri því, sem nefnt er nornabaugar.
Steingrímur Björnsson, Ytri-Tungu, segir svo frá: „Það eru mörg
ár síðan ég tók eftir því hér og á næsta bæ, að grænar rendur
sáust í úthaganum, sem er fremur snögglent viðar- og lyngmólendi.
Rendur þessar eru um 10—50 m á lengd og rösklega \/2 m á breidd.
Þær liggja oftast frá norðaustri til suðvesturs. Græna litinn fá þær
af því, að grasgróður sá, er leynist í lynginu, og sem ég álít aðallega
móasef, verður dökkgrænn á þessu svæði, líkastur því að hann
liefði hlotið góðan skammt af köfnunarefnisáburði. Einkennilegast
við þetta er það, að rendur þessar færast til, hérumbil um breidd