Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 46
194
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og sá um það fram til ársins 1947, að það var afhent ríkinu, og
í öðru lagi vegna þess, að félagið hélt opnum sýningarsal safnsins
í 57 ár, eða frá 1890-1947.
Hér verður ekki rakin nánar þessi harmsaga Náttúrugripasafns-
ins, né lýst sökum á neina sérstaka aðila, sem málstað safnsins
kunna að hafa brugðizt. Hér verður aftur á móti flutt jákvæð til-
laga til þess að bæta ofurlítið úr því óhappi, sem orðið er.
Eins og áður var tekið fram, er hinn nýi sýningarsalur Náttúru-
gripasafnsins mjög lítill og getur því ekki rúmað nema mjög lít-
inn hluta af sýningargripum safnsins. Auk þess hefur verið til-
kynnt, að tvö ár muni líða þangað til hægt verði að opna hann.
Nú vinnur dýrafræðideild Náttúrugripasafnsins alveg sérstaklega
að því að setja upp safn íslenzkra fugla, sem vafalaust verður
glæsilegt. Er sennilegt, að hinn nýi sýningarsalur geri lítið betur
en rúma þetta safn, ef vel á að fara. En þá er eftir annar merkur
hluti hinnar íslenzku fánu, en það eru dýr þau, sem í sjó lifa,
bæði æðri og lægri. Hæfir það illa fiskveiðiþjóð, eins og íslend-
ingum, að loka safn slíkra dýra niður í kössum eða sýna það und-
ir svo slæmum skilyrðum, að engum verður að gagni. Safn ís-
lenzkra sjódýra á að vera til sýnis í góðu húsnæði, sem aðgengi-
legt er fyrir almenning. Og þetta húsnæði er til. Það er í húsi
Rannsóknastofnunar sjávarútvegsins í Skúlagötu 4.
Tillaga mín er því sú, að það sem Náttúrugripasafnið á af
sýningarhæfum munum sjódýra, æðri sem lægri, verði flutt í Skúla-
götu 4 og haft þar til sýnis í rúmgóðum sal, þangað til Náttúru-
gripasafnið hefur eignazt sómasamlegt hús. Það mundi falla í hlut
Fiskideildarinnar, sem þegar er flutt í húsið í Skúlagötu 4, að
láta í té þetta húsnæði, og hún mundi að sjálfsögðu af miklum
áhuga hjálpa til að koma safninu upp, efla það með nýjum mun-
um og annast um vörzlu þess. Færi einkar vel á því, að Rann-
sóknastofnun sjávarútvegsins hefði innan sinna veggja safn þeirra
dýra, sem íslenzkur sjávarútvegur byggist á.