Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Einnig hefur fundist línfræ í Skotlandi frá miðri bronsöld og sömuleiðis á írlandi frá seirtni hluta bronsaldar.12 Er ekki annað að sjá en að forsögulegir línfundir bendi til þess að hið fjölæra lín hafi þá ein- göngu verið notað í Evrópu. Hvaðan og hvenær hið einæra lín L. usitatissimum kemur til Evrópu vita menn ekki. Er þó talið sennilegt að það hafi komið frá Asíu yfir til Norður-Evrópu og breiðst þaðan út með Vestur-Indógermönum.12 Sumir hafa jafnvel haldið því fram að lín hafi verið ræktað í Danmörku á bronsöld, en aðrir telja það vafasamt.8 Svo vildi til að þar í landi fundust klæðisleifar úr brons- aldarlögum sem taldar höfðu verið úr líni og álitnar vitnisburður um að línvinnsla hefði verið kunn í Dan- mörku á þeim tímum. Þessi grein- ing hefur síðan verið endurskoðuð nánar og kom þá í ljós að um netlu- klæði hefur verið að ræða.13 Hins vegar benda aðrir fornaldarfundir í Danmörku til þess að í byrjun járn- aldar hafi hið einæra lín verið orðið útbreytt um norðanverða Evrópu.811 Einæra tegundin var mun betur fallin til ræktunar í köldu, röku loftslagi en hið fjölæra og breiddist hún því ört út um norðanverða álf- una. Þess hefur verið getið að fundur líns frá steinöld í Hollandi bendi til þess að þar hafi línrækt snemma verið kunn og þaðan hafi þekkingin breiðst út til Bretlandseyja, en Bret- ar eru einmitt taldir hafa staðið nokkuð framarlega í línrækt á vík- ingaöld.12 Einnig er talið sennilegt að línrækt hafi verið kunn í Noregi í heiðni, þar sem línkambar hafa fundist í fornmannahaugi í Hed- mark.14 Eftir kristnitökuna er kunn- ugt af ritum að línrækt hefur verið stunduð í Noregi svipað og í Sví- þjóð og Danmörku. Má sjá þetta af því að tíund hefur verið greidd þar í löndum með ákveðnu magni af líni.K914 Einnig benda lagaákvæði um línstuldarsektir til hins sama. Þá má þess geta að í Frostastaðalögum er ákvæði er segir að dóttir eigi í móðurarfi ef bróðir lifir lín allt og garn.8 LÍNVINNSLA Um vinnslu línsins hefur mikið ver- ið ritað bæði fyrr og síðar og er sennilegt að þær vinnuaðferðir hafi verið svipaðar um alla Norður- Evrópu. Hið einæra lín Linum usitatissimum hefur þá ávallt verið notað við ræktunina. Því var sáð snemma vors í myldinn, nokkuð leirblandinn og frjóan jarðveg, sem hafði nægan botnraka en var samt vel ræstur. Einhver húsdýraáburð- ur hefur þá jafnan verið notaður og sennilega hafa sáðskipti verið við- höfð. Þroskatími plöntunnar var síðan um 100-120 dagar. Að hausti hefur línstönginni verið kippt upp með rótum, en ekki skorin með sigð og það gert til þess að ná sem lengstum þræði. Kallast það rykk- ing á íslensku eða ruskning á dönsku. Upptökuvélar komu fyrst á markað árið 1936. Stönglarnir voru síðan bundnir í kerfi, sem reist voru upp á endann og látin þorna á akrinum (3. mynd). Þessi kerfi voru að lokum tekin og lögð flöt, hlið við hlið, í einhverja nærliggjandi grunna tjörn, þar sem feyging fór fram í volgu vatni. Feygingin veldur því að viðarfrum- ur og aðrir mýkri vefir taka að rotna og trefjarnar eða bastvefurinn, sem liggur eftir endilangri plöntunni milli viðar og vaxtarvefja, skilst þá frá öðrum jurtahlutum stangarinn- ar. Á germönsku hét sá verknaður rautjan og á forn-norrænu var talað um að ófeygt lín væri lín órotit eða lín eigi rotit,15 Þegar línið hafði legið í tjörninni nokkurn tíma og fúnað voru kerfin tekin upp og þurrkuð í vindi og sól. Línið var breyskt, en einnig mun hafa verið reynt að flýta fyrir þessum þurrki með því að láta það þorna í ofni.16 Var það til dæmis gert á meðan brauð voru bökuð.1 Af þessu hefur verið nokkur eldhætta því þurr línstöng er eldfim, enda er talað um að eitthvað brenni eins og lín í loga. Við þessa athöfn þurfti að hafa mikla varúð og áður en lín- stöngin var látin í ofninn „skulu gneistarnir vandlega burtsópast med leppsu edur hey-visk".1 Annar var sá háttur að breyskja lín yfir eld- gröf. í þessari gröf var kyntur torfeldur en borð eða mjó tré lögð yfir og grafið nokkuð fyrir endun- um. Ofan á þessi borð var línið síðan lagt og látið bakast. Sömu 9 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.