Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 10
Náttúrufræðingurinn seinni árum hefur verið fundið upp hjól með mörgum spöðum til þessa verknaðar. Þetta starf mun hafa verið kallað á fornmáli okkar að úr- egna línið eða einnig að skaka það. A nýnorsku heitir það að skoka en á sænsku að skagc, skjette og skaka. Síðan var línið jafnframt kembt eða línviskin dregin í gegnum fast- an kamb (5. mynd), sem á sænsku er kallaður hcickla. Notkun þannig kamba hefur tíðkast allt frá víkinga- öld í Noregi og ef til vill voru þeir einnig notaðir hér á landi. Gæti haugfé konunnar frá Daðastöðum, sem Kristján Eldjárn hefur ritað um, bent til þess að íslenskar hannyrða- konur í heiðnum sið hafi ræktað, unnið og spunnið lín, en meðal gripa í kumli konunnar var lín- kambur sem notaður var við að greiða línkerfi áður en spunnið var úr þræðinum.17 í Ólafssögu helga er minnst á að hver norsk húsfreyja skyldi gjalda Sveini Knútssyni Danakonungi handfylli af úrengdu líni fyrir hver jól.18 Þannig orðað: „At jólum skyldi ... húsfreyja hver (fá kon- ungi) rygjartó, þat skyldi vera lín öregnt",19X skrifað óhreint19X1 eða óreint, órent og í seinni heimildum afskrifað sem lín eigi rof/f,19V en þar hjá samt skrifað lín orent. Þessar orðmyndanir eru margar afbakaðar og gæti það bent til þess að orðið hafi verið gleymt á Islandi á dögum söguritunar.15 Sögnin að úregna lýsir annars þeim verknaði að ná viðarögnunum úr trefjunum. Uregnda línið hefur síðan verið undið upp í vöndul sem kallaður var brúða og geymt þannig uns spunnið var úr því. Brúðurnar hafa ef til vill verið af ákveðinni stærð, samanber línskatt Sveins Knútsson- ar konungs sem átti að vera „lín svá mikit, at spent fengi um lengsta fingri og þumalfingri".191 Dæmi eru um það að á seinni öldum hafi 5. mynd. Línhekla notuð til að kemha línið eftir brákun. 4. mynd. Línbrjótur notaður við brákun þar sem yfirhúð stöngulsins er brotin upp eftir að línið hefur verið feygt. varúð þurfti að beita hér sem í ofn- inum, til þess að forðast íkveikju, og stóð gæslumaður við „með vatn í þvögu" og vætti trén þegar þau tóku að hitna um of.1 Þegar línkerfin voru orðin vel þurr og stökk voru stönglarnir brotnir eða brákaðir. Að bráka lín hét á öðrum Norðurlandamálum brage eða brota og verknaðurinn var brákning á nýnorsku.11516Einfaldasti hátturinn mun hafa verið sá að merja viðinn á milli handanna eða troða á stönginni með fótum. Væri um mikið magn af líni að ræða voru notaðir tréhnallar við brákunina eða línbrjótar (4. mynd) en á seinni tímum eru notaðar sérstakar brák- vélar við þetta verk. Næsta stig í vinnslu línsins var að skilja brotnu viðarflögurnar frá trefjaþræðinum sem liggja í kerfum utan um viðinn. Var það gert með því að taka annarri hendi um enda línviskarinnar en strjúka hana síðan með trésaxi og skafa þannig brotnu tréflögurnar frá trefjaþráðunum. Á 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.