Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags skattar verið goldnir í línbrúðum bæði í Noregi, Svíþjóð og víðar, enda er nafnið þekkt í seinni tíma máli þessara þjóða. I brúðunni var lengsta og besta línið, en við úregninguna og kemb- inguna skildust úr styttri þræðir og oft grófar línslitrur með áföstum viðarögnum. Þetta eru kallaðar blar á sænsku (fornsænsku bla, forn- dönsku blaa) og heita ef til vill blár á íslensku þótt það komi ekki fyrir í ritmáli. Kunnur er samt bláþráður, og mun það hafa þótt fremur hald- lítið garn, samanber merkinguna veikur þráður. Úr þessum bláþræði hafa samt vafalaust verið unnin og brugðin bönd og einnig voru net riðin úr honum.20 Þetta blágarn, sem er lélegur þráður, mun einnig hafa verið kallað strý, en úr strýi var spunninn þráður til vefnaðar. Strýið var grófasti hluti línsins og hinn grófi vefnaður sem úr því var unninn hét strigi. Þótti strigi fremur ódýr línvefnaður, fengust 10 stikur striga fyrir 20 álnir.21 Strýið mun hafa verið barið eða troðið, til þess að ná betur ögnunum úr því, þar sem ekki voru tök á að úregna það með trésaxi sökum þess hve flæktir og stuttir þræðirnir voru orðnir. Til þessarar hreinsunar á strýinu bendir framburðarþrautin: Stebbi stóð d ströndu og var að troða strý. Strý var ekki troðið nema Stebbi træði strý. Þrítreður Stebbi strý. Að hér sé um alíslenskan tungu- brjót að ræða benda orðasamböndin træði strý og prítreður Stebbi strý, sem ekki væru hugsanleg í hlið- stæðum framsetningum annarra Norðurlandamála. Þessi orðasam- bönd hafa hins vegar verið notuð í daglegu tali hér á landi fyrr á öld- um og þótt tyrfin í framburði. Hefur leikurinn því myndast utan um þessi orð. Þrautin er því nokkur vitnisburður um að þessi verknað- ur, að troða strý, hafi verið unninn á Islandi og er hún þannig enn ein heimild um að línrækt hafi verið stunduð hér fyrr á öldum. Um lín í tó Hinir löngu trefjaþræðir úr brúð- unni munu hafa reynst betri og sterkari en strýið til spuna, og hafa þeir verið notaðir í allskonar saumaþráð og til vefnaðar. Úr lín- þræði var ofinn dúkur eða lérept (á fornnorsku lciript eða Idroft), sem sumir fræðimenn hafa talið mynd- að af orðinu lín ript.'5 Þetta efni var mun sléttara og fíngerðara en striginn og hefur þótt gott til fatagerðar. Til forna er þess víða getið í skráðum heimild- um og öldnum kvæðum. í Völund- arkviðu eru þrjár valkyrjur að spinna lín: „drósir suðrænar, dýrt lín spunnu".22 í Rígsþulu var hin mjófingraða mær með línhettu, „gekk hon und líni" og þar segir:23 „Þú tók móðir merktan dúk hvítan afhörfi huldi bjóð." Auk þess er víða getið um lín- klæði í fornritum okkar, svo sem Njálu og fleiri sögum. Fatnaður gat þá verið gerður úr línklæðalérefti, sbr. Konungsskuggsjá: línklæði þín þá skaltu láta gera af góðu lérepti.24 Þesskonar efni gekk kaupum og sölum sem gilt lérept, vörulérept, línklæðalérept eða lérept klæðhæft og var dýrara en vaðmál. Þannig var getið um breitt lérept (þ.e. tví- breitt lérept, tveggja álna breitt eða breitt lérept tvíelnt) sbr. Jónsbók,25 sem virðist hafa verið almennt sölu- léreft og var tvisvar sinnum dýrara en vaðmál samkvæmt Grágás og einnig kostaði enskt lérept sömu breiddar eftir Grágás þrisvar sinn- um meira en vaðmál.26 Þegar kemur fram á 15. öld fer verslun með lín sem fleira að færast frá Englandi yfir til Þýskalands. í Búalögum er talað um tvíbreitt lérept það er vestfari nefnist27 og telja sumir fræðimenn þetta benda til að á þeim tíma hafi allt tvíbreitt lérept verið orðið útlent og línvefn- aði hafi þá verið hætt á íslandi.15 Á markaðinn sé þá komið vestfarar lérept, sem sé lérept ofið í Westfalen í Þýskalandi. Þýska léreptið var venjulega mjórra og dýrara en hið enska. Var það þá kallað stokkbreitt lérept og þá talað um að hægt sé að fá 4 stikur með stokkbreitt lérept fyrir 10 álnir, en samt er enn getið um tvíbreitt lérept frá Þýskalandi og Hollandi.15-21 ÖNNURNOT LÍNS EN TIL SPUNA Auk þess sem trefjaþráður líns var notaður til spuna hefur fræ plönt- unnar einnig verið nýtt. Til þeirrar ræktunar var notuð sérstök tegund líns. Fræið reynist mjög olíuríkt og er í því um 36% fita. Úr því er unn- in línolía en einnig gerðar fóður- kökur fyrir kýr og kálfa og annan búpening. Er hörfræ jafnframt notað til matar og haft í grauta eða blandað sumu morgunkorni. Þess má að lokum geta að fræ línsins hefur verið notað til lækninga fyrr og síðar. Er jafnvel álitið að hörfræ sé hið mesta töframeðal. Lýkur hér upplýsingum þeim sem ég skrifaði hjá mér um lín og línrækt fyrir um fimmtíu árum. Enn er sú staðreynd gild að hér á landi má með góðu móti rækta hör og vex hörplantan ágætlega vel í íslenskri jörð. Fræ hefur einnig náð að þroskast hér á landi og þarf að láta nokkrar plöntur standa fram á haust til að framleiða útsæði fyrir næsta árs ræktun á vefjarlíni. Við okkar vindasama veðurfar er trefja- þráður plöntunnar jafnvel styrkari en í suðlægari löndum. 11

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.