Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 14
Náttúrufræðingurinn land.2 Eins jókst hrygning íslensku sumargotssíldarinnar (Clupea har- engus) norður með ströndum fyrir austan og vestan á hlýju árunum eftir 1925. Hins vegar gekk loðnan þá ekki á hefðbundin hrygningar- svæði við suðvestanvert landið og hafði það þau áhrif að þorskur á þeim slóðum var óvenju horaður.2 A áðurnefndu hlýskeiði var þorskur mun algengari við Græn- land en áður hafði verið.3,4 Aukin stofnstærð þorsks við Grænland byggðist meðal annars á reki þorsklirfa frá íslandi, sem að hluta skiluðu sér til baka á Islandsmið sem kynþroska fiskar. Þannig varð hlýnun sjávar til þess að uppeldis- svæði íslenska þorsksins stækkaði verulega. Með kólnandi veðurfari og miklum veiðum um miðjan sjö- unda áratuginn hrundi þorskstofn- inn við Grænland.34 Auk þess má nefna að kaldur sjór norðaustan íslands hefur veruleg áhrif á göngur norsk-íslensku síldarinnar og talið er að slíkt ástand hafi valdið hruni í síldveiðum við Norðurland um miðjan sjöunda áratug 20. aldar.5 Mælingar Hafrannsóknastofnun- arinnar á ýmsum tegundum fiska benda til að stofnar hlýsjávarteg- unda hafi almennt stækkað undan- farin ár meðan stofnar kaldsjávar- tegunda hafa farið minnkandi.4-6-7 Auk þess hafa fjölmargar fiskteg- undir, sem ekki hafa sést hér áður, flækst til Islandsmiða frá suðlægari hafsvæðum.1 Sumar þeirra gætu jafnvel verið að taka sér búsetu hér við land, svo sem flundra (Platicht- hys flesus), sem fannst hér fyrst árið 1999 og hefur síðan breiðst út um grunnsævi og árósa sunnan- og vestanlands.1-8 Hlýnun sjávar er einnig talin hafa breytt lífsskilyrðum ýmissa hrygg- leysingja við landið. Norðlægar teg- undir eins og hörpudiskur (Chlamys islandica) og rækja (Pandalus borealis) eiga í vök að verjast, þótt þar geti reyndar verið erfitt að greina milli áhrifa umhverfisbreytinga, veiða og affalla af öðrum ástæðum.910 Suð- lægar tegundir hafa hins vegar verið að nema land í auknum mæli og má þar nefna sandrækju (Crangon crangon) og ýmsar tegund- ir krabba.1112 I þessari grein er fjallað um breyt- ingar sem orðið hafa á útbreiðslu skötusels hér við land með hækk- andi hitastigi sjávar. Leitast er við að bregða ljósi á þessa þróun og komast að því á hvaða hátt aukinn sjávarhiti hafi áhrif á líffræði skötuselsins. Efniviður Greinin byggist á gögnum úr rann- sóknaverkefninu „Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum" (SMB, einnig nefnt togararall) sem hefur farið fram árlega í marsmánuði frá 1985. Sýnum er safnað á staðlaðan hátt með botnvörpu á um 550 föst- um stöðvum á 20-500 m dýpi allt í kringum landið.13 Á hverri stöð eru gerðar ítarlegar mælingar á aflan- um. Allar tegundir fiska sem veið- ast eru lengdarmældar og margar auk þess vigtaðar, kyn- og kyn- þroskagreindar og kvörnum safnað til aldursgreiningar. Auk mælinga á aflanum eru skráðar upplýsingar um ýmsa umhverfisþætti, svo sem sjávarhita við botn og yfirborð. Til samanburðar við niðurstöður stofnmælinganna er litið á breyting- ar á dreifingu skötuselsveiðanna út frá upplýsingum úr afladagbókum fiskiskipa. BREYTINGARÁ SJÁVARHITA Talsverðar breytingar urðu á hita- stigi sjávar við botn á rannsóknatím- anum. Við norðanvert landið ein- kenndust fyrstu árin af fremur hlýj- um sjó en árin 1989, 1990 og 1995 voru köld. Frá 1995 hefur sjórinn fyrir norðan land hlýnað og árin Suðursvæði Norðursvæði o o xi i i , a ■ i ■ ! i i' ‘ | i i1 i;i i i i, 1 ! 1 I , ! ÍM ■ ií! 1 i i 1 ' X I I ■ 1 11111 v ; ■ i i I j | I I 1 I ■; i ■; . i! ■1 11 i1 ■ i i i 85 87 89 91 93 95 97 Ár 99 01 03 05 2. mynd. Sjávarhiti við botn í Stofnmælingu botnfiska í mars á Norðurmiðum (Kögur- Gerpir) og Suðurmiðum (Hornafjörður-Látrabjarg) árin 1985-2006. Súlurnar sýna bilið þar sem annar og þriðji fjórðungur gagnanna liggur (interquartile distance), svört lína í súlum sýnir miðgildi og gráa bilið sýnir 95% öryggismörk fyrir miðgildið. - Bottom temperature measured in the lcelandic Groundfish Survey in March 1985-2006. The blue boxes applyfor the area north and east oflceland and the red boxesfor the area south and west oflceland. The bottom and top of the boxes indicate the 25th and 75th percentile, respectively, the black lines indicate the median and the grey part gives the 95% confidence limitsfor the median. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.