Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
6. mynd. Skötuselur (öðru nafni kjaftagelgja) þykir ófrýnilegur en að sama skapi góður
matfiskur. Hér er skötuselur í blönduðum afla togara. - Anglerfish in the catch of a
trawler. Ljósm./photo: Einar Ásgeirsson.
en 5°C takmarki útbreiðslu skötu-
sels, má áætla að mögulegt út-
breiðslusvæði hans undanfarin fjög-
ur ár sé um helmingi stærra en árin
1985 til 1989 (rauða línan á 4. mynd).
Raunhæft er að miða við sjávarhita í
mars í þessu samhengi því síðla vetr-
ar er hitastig sjávar við Island í lág-
marki.16 Þessum vangaveltum ber þó
að taka með fyrirvara því aðrir þætt-
ir en hitastig geta haft áhrif á út-
breiðslu skötuselsins, til dæmis
dýpi, botngerð og fæðuframboð.
I þessu sambandi má nefna að
seint að hausti árið 2005 urðu drag-
nótaveiðimenn í Dýrafirði varir við
töluvert af smáum skötusel sem
kom dauður í nótina og var farinn
að úldna (Sindri Björnsson, munnl.
uppl. 2006). Vel þekkt eru svo-
kölluð landkælingaráhrif í fjörðum
hér við land í langvarandi kulda-
köstum eins og þarna mun hafa
verið. Höfundar þessarar greinar
telja því líklegt að dauða skötusels í
Dýrafirði megi rekja til sjávarkulda,
enda þótt engar hitamælingar séu
til úr Dýrafirði sem hægt væri að
tengja beint við þennan atburð.
Hafrannsóknastofnunin á hins veg-
ar til nær samfelldar tveggja ára-
tuga mælingar úr yfirborði sjávar
frá Reykjavík, Flatey í Breiðafirði og
Æðey í ísafjarðardjúpi.16 Af þeim
má sjá að nær árlega fellur sjávarhiti
innfjarða á veturna niður fyrir 2°C.
Mælingar á botnhita úti fyrir
Vestfjörðum árin 1998 til 2005 sýna
að 5°C hitalínan nær alltaf norður
fyrir Horn á sumrum en á vetrum
færðist hún lengi vel suður á móts
við Bjargtanga og Víkurál.14 Upp úr
aldamótunum varð hins vegar sú
breyting að lengra frá landi nær 5°C
heit tunga oftast allt árið norður
undir Hala. Þessa þróun má og
glöggt sjá í hitagögnum SMB í
marsmánuði (3. mynd).
Af framansögðu má draga þá
ályktun að grunnslóð við Vestfirði sé
enn á mörkum þess að henta skötu-
sel, a.m.k. ungfiski sem gæti átt erfitt
með að forða sér þegar kólnar á
vetrum. Fjær landi er hins vegar orð-
ið nokkuð lífvænlegt fyrir skötusel
allt norður á Halamið. Örlög og
afkoma skötusels fyrir Norðurlandi
verða hins vegar að teljast tvísýn
vegna sjávarkulda yfir vetrartímann.
Hverjar breytingar á hitastigi sjávar
verða á næstu árum er erfitt að spá
um, en útbreiðsla skötusels mun
líklega fylgja þeim breytingum.
ÁUKIN NÝLIÐUN SKÖTUSELS
Árin 1985 til 1997 mældist nýliðun
skötusels mjög lítil í SMB (8. mynd
a). Síðan hefur orðið veruleg breyt-
ing og árgangar frá 1998, 2001, 2003
og 2004 mældust allir stórir við eins
og tveggja ára aldur. Fyrsta mæling
á árganginum frá 2005 bendir til að
hann sé einnig stór. Útbreiðsla eins
árs skötusels í SMB er vestlægari en
hjá eldri fiski og þannig var þétt-
leiki eins árs skötusels mestur í
Faxaflóa árið 1999 og í Breiðafirði
árið 2005. Þetta bendir til eggja- og
lirfureks vestur og norður með
landinu eins og alþekkt er hjá mörg-
um öðrum fisktegundum sem
hrygna í hlýsjónum fyrir sunnan
land. Vísbendingar eru einnig um
að egg og lirfur skötusels geti rekið
til Islands frá hrygningarslóðum
við norðanverðar Bretlandseyjar og
frá Rockall-svæðinu.17
Vöxtur skötuselsins hér við land
er hraður og síst minni en við
strendur nálægra landa; í maí er
eins árs skötuselur að meðaltali 25
cm, tveggja ára 40 cm og þriggja ára
skötuselur 52 cm langur.15 Vaxandi
nýliðun kom því fljótt fram í heild-
arþyngd stofnsins (8. mynd b).
Göngur frá öðrum
HAFSVÆÐUM
Til þessa hefur lítið verið vitað um
göngur skötusels í Norðaustur-Atl-
antshafi. Úr merkingum á skötusel
við Hjaltland árin 2000 og 2001
höfðu alls endurheimst 79 fiskar
árið 2005.18 Þar af veiddist einn kyn-
þroska hængur við Færeyjar í októ-
ber 2003 og ein ókynþroska hrygna
út af Ingólfshöfða í maí 2004. Skötu-
selur var einnig merktur við Fær-
eyjar árin 2004 og 2005. Af 19
17