Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 6. mynd. Skötuselur (öðru nafni kjaftagelgja) þykir ófrýnilegur en að sama skapi góður matfiskur. Hér er skötuselur í blönduðum afla togara. - Anglerfish in the catch of a trawler. Ljósm./photo: Einar Ásgeirsson. en 5°C takmarki útbreiðslu skötu- sels, má áætla að mögulegt út- breiðslusvæði hans undanfarin fjög- ur ár sé um helmingi stærra en árin 1985 til 1989 (rauða línan á 4. mynd). Raunhæft er að miða við sjávarhita í mars í þessu samhengi því síðla vetr- ar er hitastig sjávar við Island í lág- marki.16 Þessum vangaveltum ber þó að taka með fyrirvara því aðrir þætt- ir en hitastig geta haft áhrif á út- breiðslu skötuselsins, til dæmis dýpi, botngerð og fæðuframboð. I þessu sambandi má nefna að seint að hausti árið 2005 urðu drag- nótaveiðimenn í Dýrafirði varir við töluvert af smáum skötusel sem kom dauður í nótina og var farinn að úldna (Sindri Björnsson, munnl. uppl. 2006). Vel þekkt eru svo- kölluð landkælingaráhrif í fjörðum hér við land í langvarandi kulda- köstum eins og þarna mun hafa verið. Höfundar þessarar greinar telja því líklegt að dauða skötusels í Dýrafirði megi rekja til sjávarkulda, enda þótt engar hitamælingar séu til úr Dýrafirði sem hægt væri að tengja beint við þennan atburð. Hafrannsóknastofnunin á hins veg- ar til nær samfelldar tveggja ára- tuga mælingar úr yfirborði sjávar frá Reykjavík, Flatey í Breiðafirði og Æðey í ísafjarðardjúpi.16 Af þeim má sjá að nær árlega fellur sjávarhiti innfjarða á veturna niður fyrir 2°C. Mælingar á botnhita úti fyrir Vestfjörðum árin 1998 til 2005 sýna að 5°C hitalínan nær alltaf norður fyrir Horn á sumrum en á vetrum færðist hún lengi vel suður á móts við Bjargtanga og Víkurál.14 Upp úr aldamótunum varð hins vegar sú breyting að lengra frá landi nær 5°C heit tunga oftast allt árið norður undir Hala. Þessa þróun má og glöggt sjá í hitagögnum SMB í marsmánuði (3. mynd). Af framansögðu má draga þá ályktun að grunnslóð við Vestfirði sé enn á mörkum þess að henta skötu- sel, a.m.k. ungfiski sem gæti átt erfitt með að forða sér þegar kólnar á vetrum. Fjær landi er hins vegar orð- ið nokkuð lífvænlegt fyrir skötusel allt norður á Halamið. Örlög og afkoma skötusels fyrir Norðurlandi verða hins vegar að teljast tvísýn vegna sjávarkulda yfir vetrartímann. Hverjar breytingar á hitastigi sjávar verða á næstu árum er erfitt að spá um, en útbreiðsla skötusels mun líklega fylgja þeim breytingum. ÁUKIN NÝLIÐUN SKÖTUSELS Árin 1985 til 1997 mældist nýliðun skötusels mjög lítil í SMB (8. mynd a). Síðan hefur orðið veruleg breyt- ing og árgangar frá 1998, 2001, 2003 og 2004 mældust allir stórir við eins og tveggja ára aldur. Fyrsta mæling á árganginum frá 2005 bendir til að hann sé einnig stór. Útbreiðsla eins árs skötusels í SMB er vestlægari en hjá eldri fiski og þannig var þétt- leiki eins árs skötusels mestur í Faxaflóa árið 1999 og í Breiðafirði árið 2005. Þetta bendir til eggja- og lirfureks vestur og norður með landinu eins og alþekkt er hjá mörg- um öðrum fisktegundum sem hrygna í hlýsjónum fyrir sunnan land. Vísbendingar eru einnig um að egg og lirfur skötusels geti rekið til Islands frá hrygningarslóðum við norðanverðar Bretlandseyjar og frá Rockall-svæðinu.17 Vöxtur skötuselsins hér við land er hraður og síst minni en við strendur nálægra landa; í maí er eins árs skötuselur að meðaltali 25 cm, tveggja ára 40 cm og þriggja ára skötuselur 52 cm langur.15 Vaxandi nýliðun kom því fljótt fram í heild- arþyngd stofnsins (8. mynd b). Göngur frá öðrum HAFSVÆÐUM Til þessa hefur lítið verið vitað um göngur skötusels í Norðaustur-Atl- antshafi. Úr merkingum á skötusel við Hjaltland árin 2000 og 2001 höfðu alls endurheimst 79 fiskar árið 2005.18 Þar af veiddist einn kyn- þroska hængur við Færeyjar í októ- ber 2003 og ein ókynþroska hrygna út af Ingólfshöfða í maí 2004. Skötu- selur var einnig merktur við Fær- eyjar árin 2004 og 2005. Af 19 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.