Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 21
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Friðgeir Grímsson SÍÐMÍÓSEN SETLÖG VIÐ HREÐAVATN IBorgarfirði á Vesturlandi eru varðveitt víðáttumikil setlög frá síðmíósentíma, um það bil 7-6 milljón ára gömul. Þessar jarð- myndanir hafa verið nefndar Hreðavatnssetlögin eða bara Hreða- vatnslögin. Setlögin eru mjög fjöl- breytt að útliti og gerð vegna þess að sum hafa myndast úr rofefnum, önnur eru gosræn og loks eru setlög mynduð við starfsemi lífvera. Mark- mið þessa verks eru að gera grein fyrir þessum setlögum, rekja mynd- unarsögu þeirra og túlka helstu um- hverfisþætti á setmyndunartíman- um. Setlög í nágrenni núverandi Hreðavatns voru rannsökuð sér- staklega. Til þess að greinagóð mynd fengist af setlögunum við Hreðavatn var dreifing þeirra kort- lögð, setlagaeiningum lýst ýtarlega og snið mæld upp í gegnum jarð- lagastaflann. Upplýsingar úr ein- staka jarðlagaopnum voru notaðar til að tengja saman setlagasyrpur á svæðinu og þannig fékkst heildar- mynd af setlögunum umhverfis Hreðavatn. Út frá dreifingu setlaga- eininga, samsetningu, þykkt, korna- stærð, setformum, lit, gerð lagmóta og öðrum einkennandi þáttum var hægt að túlka uppruna setlaganna, helstu ferli sem leiddu til myndun- ar þeirra og hvaða aðstæður voru ráðandi í umhverfinu á þeim tíma er setlögin urðu til. Niðurstöður benda til þess að fyrir um 7-6 milljónum ára hafi verið stórt stöðuvatn í ofan- verðum Borgarfirði, nálægt þeim stað þar sem nú er Hreðavatn. 1. mynd. ]nrðfræðikort af Vesturlandi og Snæfellsnesi. Sjá má míósenjarðlög (blátt) og plíósen-pleistósenjarðlög (grátt), ásamt helstu höggunarfyrirbærum, samhverfu, and- hverfu og dreifingu setlaga, sem móta nágrenni Hreðavatns. Strik og halli er merktur inn, svo og virkar megineldstöðvar og helstu brotakerfi. (Byggt á Kristjáni Sæmundssyni 1967; Hauki jóhannessyni 1980 og 1982.7M1) - Geological map ofwestern lceland and the Snæfellsnes Peninsula, showing bedrock geology, Miocene (blue) and Pliocene- Pleistocene (grey). Tectonic features in the study area are illustrated. Strike and dip, as weU as central volcanoes, anticlines and synclines are indicated. Náttúrufræðingurinn 75 (1), bls. 21-33, 2007 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.