Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 32
Náttúrufræðingurinn B Stftflnvatnastig mefl flnfti. Eftir að stíflun átti sér stað byrjuðu fín setefni að safnast fyrir og setjast til á stöðuvatnsbotninum og mynda lagskiptan siltstein. Þegaraðflutningur landrænna rofefna var lítiil myndaðist kísileðja á botninum. Gosræn setefni urðu áberandi. Framvinda og fylling. Lægðin fylltist smá saman af bergmylsnu og lífrænu setefni. Setið varö grófara síðar í þróuninni, þar sem straumvötn voru jafnt og þétt að fylla upp í stöðuvatnið með setburði. Mýrar og fen byrjuðu að myndast meðfram brúnum lægðarinnar. E Eldvirkni og varðveisla setlaga. Stöðuvatnið fylltist af grófu straumvatnaseti og hraun og huldu lægðina. Þróun stöðuvatnsins lauk. Síðar meir sökk allur jarðlagastaflinn niður vegna síaukins jarðlagafargs frá vaxandí eldvirkni og hraunflæði svo og vegna myndunar jökia. A Straumvatnastig og rof. Rof átti sér stað á rissvæðum og set safnaðist fyrir í lægðum. Jarðyfírborðið varð fyrir mikilli svörvun og bergmylsna settist til sem rofset í nýmyndaðri lægð á Hreðavatnssvæðinu. D Víðrakinn hamfara atburður. Gosvirkni hafði áhrif á þróun stöðuvatnsins. Þykkt gjóskulag með mikla lárétta dreifíngu fyllti upp mest af efri hluta lægðarinnar. Víðáttumiklar mýrar urðu áberandi í lokin. Útskýringar Ásýndarhópur G Ásýndarhópur E Ásýndarhópur A Hraunlög frá vestrarekbeltinu Ásýndarhópur F Ásýndarhópar B, C, og D Hraunlög frá Húnaflóarekbelti 72. mynd. Þrívíddarmyndir sem endurspegla myndun lægðarinnar, þróun hennar og endalok. Lægðin þróastfrá straumvatnastigi með rofi (A) yfir í stöðuvatn (B) þar sem setmyndun á sér stað. Síðar verður mikil eldvirkni og hraun renna yfir setlögin (E). Setlögin gefa til kynna áflæðisfasa sem fylgt er eftir af afflæðisfasa (áflæðis-afflæðishringferli). - Schematic block diagram sequence illustrating the evolution ofthe sedimentary basin, from its initial formation to closure. The basin evolves from an erosional fluvial stage (A) to seal- ing of sediments (E). The sediments reflect a transgressive phase followed by a regressive phase (transgressive-regressive cycle). 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.