Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 41
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
S
Olafur Grímur Björnsson
SirGeorge Steuart
Mackenzie, Bart.
Skotinn Sir George Steuart
Mackenzie (1780-1848), 7.
barónett af Coul, kom til
Islands 1810 ásamt félögum sínum,
Henry Holland (1788-1873), nýút-
skrifuðum lækni frá Edinborgarhá-
skóla, Richard Bright (1789-1858),
en hann var þá nýbyrjaður í læknis-
fræðinámi þar, og Ólafi Loftssyni,
sem numið hafði læknisfræði hjá
Tómasi Klog landlækni. Ólafur
hafði verið læknir á Suðureyjum
(The Hebrides) og meginlandi
Skotlands og síðan haldið áfram
læknisnámi í Edinborg. Hann var í
senn túlkur og leiðsögumaður í
ferðinni, en stundum höfðu þeir að
auki aðra innlenda fylgdarmenn.
Erindið var að ferðast um ísland,
kynnast landi og þjóð og þó sérstak-
lega jarðfræði landsins eða eins og
Sir George orðaði það, ferðin „...
was undertaken chiefly in con-
sequence of the geological theories
which agitated the learned in Edin-
burgh at the time, and with the
hope of my being able, by observa-
2. mynd. Reykjavík 1810. Teikning Sir Georges Mackenzies úrferðabók hans, Travels in lceland (1811), bls. 82.
Náttúrufræðingurinn 75 (1), bls. 41-50, 2007
41