Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 42
Náttúrufræðingurinn
2. mynd. Frá Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum á Reykjanesskaga. Henry Holland segir í dagbók sinni að leiðangurinn hafi komíð til
Krýsuvíkur föstudaginn 25. maí, kl. 5 og þar hafi beðið þeirra miðdegisverður: hrísgrjónagrautur, niðursneitt sauðalæri og riigbrauð.
Um Reykjanesskaga fóru þeir gangandi en reiddu farangurinn á hestum og hefur hann verið allnokkur efþetta er hestalest þeirra. Bund-
ið hefur verið upp á sex trússhesta og þeir sýnast hafa haft með sér borð og stóla til þess að sitja á. Mackenzie málaði myndina og birt-
ist hún í bók hans, Travels in Iceland (1811), bls. 113.
tions made in a volcanic country, to
settle some of the points in dispu-
te".1 Hér átti Mackenzie við deilur
neptúnista og plútónista um mynd-
un yfirborðs jarðar. Neptúnistar
héldu því fram að yfirborðsbergið
væri botnfall úr sjó (setlagakenn-
ingin) og voru þeir ýmist nefndir
eftir sjávarguðinum Neptúnusi eða
Werneristar eftir upphafsmanni
kermingarinnar, Þjóðverjanum Abra-
ham Gottlob Werner (1750-1817).
Aðrir töldu að bergið væri mótað af
eldi sem brotist hefði út á yfirborði
jarðar (eldmótunarkenningin). Þeir
voru kallaðir plútonistar eftir guði
undirheima, en einnig Huttonistar
eftir Skotanum James Hutton
(1722-1797) sem hélt fram kenning-
unni og hafði búið í Edinborg á
þessum tíma.
Til Islands fengu félagarnir far frá
Straumnesi í Orkneyjum 25. apríl
með skipinu Elbe og komu til
Reykjavíkur 7. maí. Þeir dvöldu á
landinu til 19. ágúst, höfðu aðsetur í
Reykjavík (1. mynd) og fóru þrjár
meiriháttar könnunarferðir þaðan.
Henry Holland hélt dagbók um
ferðirnar.2 Fyrst var Reykjanesskagi
kannaður. Lagt var af stað gang-
andi frá Reykjavík til Hafnarfjarðar
21. maí. Frá Hafnarfirði brugðu þeir
sér af leið og heimsóttu Bessastaði.
Þá lá leiðin til Helgafells að skoða
helli, en svo seinir voru þeir fyrir að
gista varð í tjaldi við Kaldá. Þaðan
fóru þeir til Krýsuvíkur þar sem
hverasvæðið var athugað og sýni
tekin, en hverirnir voru það merki-
legasta sem þeir höfðu þá séð í ferð-
inni. Næst var haldið til Grindavík-
ur og þaðan til Keflavíkur. Þeir
slepptu Reykjanesi vegna veðurs en
ætlunin hafði verið að skoða hveri
þar líka. Til baka gengu þeir um
Vatnsleysuströnd og Hvassahraun
til Reykjavíkur, því hesta notuðu
þeir ekki í þessari ferð nema undir
farangur (2. mynd).
Næsti leiðangur var um Vestur-
land. Þann 15. júní lögðu þeir af
stað sjóleiðina upp á Kjalarnes en
hestar voru sendir landleiðina. Rið-
ið var inn Hvalfjörð en á móts við
Saurbæ létu þeir ferja sig yfir fjörð-
inn. A Innra-Hólmi var gist í þrjár
nætur hjá Magnúsi Stephensen,
gengið á Akrafjall og safnað sýnum.
Til Borgarfjarðar fóru þeir um
Skarðsheiði og gistu á Hvanneyri.
Afram héldu þeir vestur á Mýrar og
Snæfellsnes; gististaðir voru á
Svignaskarði, Staðarhrauni, Rauða-
mel, Miklaholti og Staðarstað og
vöndust þeir á að gista í kirkjum,
komust svo að Búðum. Hjá Stapa
fóru þeir yfir Kambsheiði til Ólafs-
víkur. Holland, Bright og Ólafur
gengu á Snæfellsjökul ásamt tveim-
ur fylgdarmönnum, en komust ekki
á hæsta hnjúkinn (3. mynd).
Leiðangurinn hélt svo för sinni
áfram og fylgdi norðurströnd Snæ-
fellsness til Stykkishólms, en í
Stykkishólmi voru fyrirmenn, fakt-
orinn Bogi Benedictsen og læknir-
inn Oddur Hjaltalín. Holland ræddi
42
i