Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 43
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags lengi á latínu við kollega sinn Odd og sagði hann vera vel að sér í lækn- isfræði.” Afram héldu þeir og sðfn- uðu plöntu- og steinasýnum og þar á meðal sýnum úr Drápuhlíðarfjalli. Þeir áttu náttstað í kirkjum á Narf- eyri og í Snóksdal og fóru þaðan um Bröttubrekku í Hvamm í Norðurár- dal og gistu í kirkjunni. Leiðin lá að Síðumúla, en yfir Hvítá komust þeir ekki fyrr en niður við Hvítárbakka og héldu þá til Hvanneyrar. Þeir hittu Stefán Stephensen amtmann, sem Holland hældi umfram bróður hans, etasráðið á Innra-Hólmi. Hol- land og Mackenzie fóru í Reykholt og skoðuðu hveri, en mest dáðust þeir að Deildartunguhver í baka- leiðinni, stærð hans og hegðun. Næst var að halda aftur að Innra- Hólmi, en þar geymdu þeir steina- safn sitt úr Akrafjalli, og sjóleiðina fóru þeir til Reykjavíkur og höfðu verið mánuð í burtu. Þriðja og síðasta ferðin var um Suðurland. Hópurinn komst af stað til Þingvalla 24. júlí, fór í Skálholt og að Geysi og Heklu og gekk á fjallið. Lengst komust þeir austur að Hlíð- arenda í Fljótshlíð. Þar á hjáleigu, Nikulásarhúsum, bjuggu foreldrar Ólafs, Loftur Ámundason hrepp- stjóri og Ingibjörg Ólafsdóttir. Nú fréttu þeir að skipið sem þeir ætl- uðu með væri væntanlegt bráðlega til Reykjavíkur, og þeir hröðuðu sér í Odda, fóru á Sandhólaferju yfir Þjórsá til Eyrarbakka, um Þrengslin til Reykjavíkur og náðu í tæka tíð briggskipinu Floru, sem flutti Bretana til Skotlands. Þorvaldur Thoroddsen hefur ritað um jarð- fræðilegan árangur þessarar ferðar í Landfræðissögn sinni.3 Um íslandsferðina sömdu Mac- kenzie, Holland og Bright ritið Tra- vels in the Island of lceland dnring the Summer of the Year MDCCCX, gefið út og prentað í Edinborg árið 1811 (október).4 Þessi bók er xvii + 491 bls. í stóru broti (quarto), myndskreytt af höfundum og sumar myndanna eru í lit. Aftast er samanbrotið kort af þeim hluta íslands sem þeir ferðuð- ust um og sýnir ferðaleiðir þeirra. Sir George ritaði ferðalýsinguna en studdist við dagbækur Hollands. Einnig ritaði hann um steinafræði, landbúnað og verslun Islendinga. Henry Holland er höfundur kaflans um sögu og bókmenntir þjóðarinn- ar, skólahald og menntun í landinu, lög og stjórnmál, trú og sjúkdóma. í bókinni er kafli sem Richard Bright samdi um dýra- og grasafræði íslands og þar er líka registur um íslenskar jurtir eftir náttúrufræðing- inn William Jackson Hooker og veð- urathugunartöflur. Bókin er vandað verk og var dýr (kostaði 2 pund, 12 shillinga og 6 pence eintakið), en samt seldist hún upp á 6 mánuðum og var strax gef- in út aftur í Edinborg 1812 (apríl), allnokkuð endurskoðuð.5 Vinsam- legur ritdómur birtist þá (1812) í Ed- inburgh Revieiv og langur úrdráttur og ritdómur í Dansk Litteratur- Tidende sama ár.'1 Enn endurskoð- aðri og stytt útgáfa, tveggja dálka, prentuð með smáu letri án mynda, kom út í Edinborg 1842 og nefndist ritið þá aðeins Travels in Iceland. Það var síðan endurprentað þar árið 1851.7 Af þýðingum er kunnugt um þýska útgáfu sem prentuð var í Weimar 1815 (Verlage des Landes- Industrie-Comptoirs) og var verkið gefið þar út í heild ásamt kortum en 3. mynd. Teikning Richards Brights afferðalöngunum á Snæfellsjökli, 3. júlí 1810. ídag- bók Hollands er sagt að Mackenzie hafi ekki farið íferðina á jökulinn, en Henry Holland, Richard Bright og Ólafur Loftsson fóru og höfðu með sér tvo innlenda fylgdarmenn, einn sem komið hafði meðþeimfrá Reykjavík og annan sem var staðkunnugur maður úr Ólafs- vík. Ætla má að þeir séu allir á myndinni, en ekki er vitað hvort Ólafur sé þarna í leið- sögumannshlutverki og Holland og Bright hlýði á, annar þeirra með bók í hendi. Mynd- in erfengin úr Travels in Iceland (1811), bls. 206. a Orðrétt segir Holland um Odd Hjaltalín: „His medical information is good, & he has communicated some valuable facts respecting the diseases prevalent in Iceland ..." og bætti svo við að það væri „... & melancholy to see a man, whose acquirements might have enabled him to rise in the world, unwillingly forced into this remote situ- ation, where his best exertions are scarcely competent to the liveli- hood of himself & his family ...".29 43

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.