Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 60
Náttúrufræðingurinn NÁTTÚRUSTOFUR 1. mynd. Staðsetning verkefna sem unnin hafa verið á eða í tengslum við náttúrustofur á íslandi. Á landinu eru starfræktar sjö nátt- úrustofur og var sú fyrsta stofnsett árið 1995. Náttúrustofur starfa samkvæmt lögum um Náttúru- fræðistofnun íslands og náttúrustofur nr. 60 frá 1992, með síðari breytingum frá árinu 2002. Um hlutverk náttúru- stofa segir í lögunum: a. að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, einkum í peim lands- hluta þar sem náttúrustofan starfar, b. að stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og veita fræðslu um umhverfismál og náttúrufræði og að- stoða við gerð náttúrusýninga, c. að veita náttúruverndarnefndum á starfssvæði stofunnar upplýsingar og ráðgjöfá verksviði stofunnar samkvæmt ákvörðun stjórnar náttúrustofu hverju sinni, d. að veita ráðgjöf, sinna rannsóknum og sjá um vöktun gegn greiðslu á verksviði stofunnar að beiðni sveitar- félaga, ríkis eða stofnana peirra, einstak- linga, fyrirtækja eða annarra aðila, e. að annast almennt eftirlit með nátt- úru landsins, sbr. 7. gr. náttúruvernd- arlaga, nr. 44/1999, einkum í peim landshluta par sem náttúrustofan starfar. Rekstur náttúrustofa er í höndum þeirra sveitarfélaga sem gert hafa samning við Umhverfisráðuneytið. Ríkissjóður leggur árlega fé til stofanna gegn mótframlagi sveitar- félaganna. Fyrsta stofan var Náttúrustofa Austurlands og hóf hún störf á Neskaupstað árið 1995. Fleiri fylgdu í kjölfarið og árið 2003 var sú sjöunda stofnuð (1. tafla). Hugmyndin að baki náttúru- stofum er að færa þekkingaröflun í náttúrufræðum út til landsbyggðar- innar, þar sem talið er að betur mætti sinna þeim málum með starfsfólki á staðnum. Einnig komu málefni atvinnuþróunar við sögu, en talið var að með stofnun nátt- úrustofa mætti fjölga mennta- störfum úti á landsbyggðinni. Þetta hefur gengið eftir og eru starfsmenn stofanna nú ríflega 30 auk fjölda sumarfólks. Verkefnin eru af ýmsum toga og ná yfir landið allt eins og sjá má á 1. mynd. Auk fjöl- breyttra verkefna á sviði nátt- úrufræða og umhverfismála hafa stofurnar tekið virkan þátt í fræðslu og menntunarmálum og má sem dæmi nefna að nú eru í gangi ein sjö doktorsverkefni í tengslum við stof- urnar auk fjölda meistaranáms- verkefna. Stofnár Aðsetur Rekstrarsveitarfélög Fjöldi starfsmanna Náttúrustofa Austurlands 1995 Neskaupstaður / Egilsstaðir Fjarðarbyggð 8 Náttúrustofa Suðurlands 1996 Vestmannaeyjar Vestmanneyjabær 4 Náttúrustofa Vestfjarða 1997 Bolungarvík Bolungarvík 5 Náttúrustofa Vesturlands 1999 Stykkishólmur Stykkishólmsbær 7 Náttúrustofa Norðurlands vestra 2000 Sauðárkrókur Skagafjörður og Akrahreppur 5 Náttúrustofa Reykjaness 2000 Sandgerði Sandgerðisbær og Grindavíkurbær 4 Náttúrustofa Norðausturlands 2003 Húsavík Norðurþing og Skútustaðarhreppur 3 1. tafla. Yfirlit yfir pær sjö náttúrustofiir sem starfa samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun íslands og náttúrustofur nr. 60 frá 1992. 60

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.