Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Kristín Svavarsdóttir
SKÝRSLA STJÓRNAR
HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS
FYRIRÁRIÐ 2003
FÉLAGAR
í árslok 2003 voru félagar í Hinu
íslenska náttúrufræðifélagi, sem
jafnframt eru áskrifendur að Nátt-
úrufræðingnum, 1200 talsins og
skiptust þeir þannig: 10 heiðurs-
félagar, 7 kjörfélagar, 8 ævifélagar,
938 almennir félagar innanlands,
128 stofnanir innanlands, 38 félagar
og stofnanir utanlands, 55 skóla-
félagar og 16 með hjónaáskrift.
í ársbyrjun voru félagar 1185 og
voru nýskráningar á árinu 55, en á
móti skráðu 20 manns sig úr félag-
inu, 9 létust á árinu og 11 voru tekn-
ir af skrá af öðrum ástæðum, alls 40
félagar. Af nýjum félögum voru 17
námsmenn eða 31% nýskráðra.
STJÓRN OG STARFSMENN
Arið 2003 var stjórn Hins íslenska
náttúrufræðifélags þannig skipuð:
Kristín Svavarsdóttir formaður,
Helgi Torfason varaformaður,
Kristinn J. Albertsson gjaldkeri,
Hilmar J. Malmquist ritari, Drop-
laug Ólafsdóttir, Esther Ruth Guð-
mundsdóttir og Helgi Guðmunds-
son meðstjórnendur. Skoðunar-
menn reikninga voru Kristinn
Einarsson og Tómas Einarsson,
varamaður þeirra var Arnór Þ. Sig-
fússon. Útbreiðslustjóri félagsins
var Erling Ólafsson en hann sá um
félagatalið og útsendingu Náttúru-
fræðingsins og Fréttabréfsins.
Alfheiður Ingadóttir var ritstjóri
Náttúrufræðingsins.
Fréttabréfið kom út þrisvar sinn-
um á árinu. Enn er unnið að því að
minnka kostnað við prentun og
útsendingar þess með því að safna
netföngum félagsmanna til að
senda megi ritið rafrænt til net-
tengdra félaga. Netföng í félaga-
skránni eru enn innan við helming
félagsmanna. Á árinu keypti félagið
lénið hin.is og er undirbúnings-
vinna við endurskoðun og opnun
nýrrar heimasíðu félagsins hafin.
Átta stjórnarfundir voru haldnir á
árinu.
Nefndirog RÁÐ
Nefndarstörf.
Hollustuháttaráð. Skipað var í ráð-
ið til fjögurra ára haustið 2002 og
f.h. HIN situr Hákon Aðalsteinsson
og Margrét Hallsdóttir til vara.
Dýravemdarráð. Nýtt dýravernd-
arráð var skipað í byrjun ársins 2003
og fyrir hönd HÍN situr Arnór Þ.
Sigfússon í ráðinu en hann er jafn-
framt formaður þess.
Umhverfisráðuneytið hefur í
nokkrum tilvikum þann hátt á við
skipun í nefndir á sínum vegum að
kalla eftir einum fulltrúa fijálsra fé-
lagasamtaka (þar með talið HÍN) og
á árinu störfuðu tvær slíkar nefndir.
Sigrún Helgadóttir líffræðingur sat
sem fulltrúi félaganna í nefnd til ráð-
gjafar við undirbúning og stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. I nefnd til
undirbúnings Umhverfisþingi 2003
sat Tryggvi Felixson fyrir hönd félag-
anna.
Aðalfundur
Aðalfundur fyrir árið 2003 var hald-
inn laugardaginn 28. febrúar 2004 kl.
14 í fundarsal Náttúrufræðistofu
Kópavogs, Kórnum. Fundarstjóri var
kosinn Haraldur Rafn Ingvason og
fundarritari Helgi Torfason. Fundinn
sátu 12 manns. Formaður flutti
skýrslu stjórnar og gjaldkeri kynnti
endurskoðaða reikninga félagsins og
voru þeir síðan samþykktir.
Kristín Svavarsdóttir var endur-
kjörin formaður félagsins. Úr stjórn-
inni áttu að ganga Droplaug Ólafs-
dóttir, Helgi Guðmundsson og
Kristinn J. Albertsson og gáfu þau öll
kost á sér aftur og voru endurkjörin.
Hilmar J. Malmquist gerði grein
fyrir tveimur ályktunum sem
stjórnin lagði fyrir fundinn og voru
þær samþykktar.
1. Náttúrulnís (náttúrumiujasafn):
„Aðalfundur Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags (HÍN), haldinn 28.
febrúar 2004 í Kópavogi, ítrekar
fyrri ályktanir aðalfunda HIN frá 1.
mars 2003,2. mars 2002,24. febrúar
2001, 26. febrúar 2000, 27. febrúar
1999, 17. febrúar 1996, 11. febrúar
1995 og 29. febrúar 1992 um mál-
efni Náttúruhúss (náttúruminja-
safns) á landsvísu í höfuðborg ís-
lands, Reykjavík. HÍN harmar hve
tregt hefur gengið að koma þessu
brýna máli heilu í höfn og hvetur
hlutaðeigandi aðila til að gera
gangskör að því að efna hið fyrsta á
myndarlegan hátt til sýningar- og
kennslusafns í Reykjavík, sem
styðjist við vísindasafn Náttúru-
fræðistofnunar íslands. Jafnframt
verði eflt sýningar- og kennslusafn
um náttúrufræði á Akureyri á sama
grunni."
2. Náttúruvemdaráætlun:
„Aðalfundur Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags (HÍN), haldinn 28.
63