Náttúrufræðingurinn - 2007, Page 64
Náttúrufræðingurinn
febrúar 2004 í Kópavogi, lýsir yfir
ánægju með gerð náttúruvemdar-
áætlunar sem lögð hefur verið
fram sem þingsályktunartillaga.
HIN fagnar sérstaklega hugmynd-
um um stækkun þjóðgarðanna í
Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum og
bendir á mikilvægi þess að tengja
þessar hugmyndir saman við hug-
myndir og vinnu nefndar um
Vatnajökulsþjóðgarð og tengd
vemdarsvæði. HIN telur einnig að
meiri áherslu hefði að ósekju mátt
leggja á vemdun jarðminja, svo
sem á svæðum eins og Brenni-
steinsfjöllum og Heklu. Einnig tel-
ur HÍN að mun meiri áherslu hefði
mátt leggja á merk svæði á hálendi
Islands, m.a. Eyjabakka, Kverkfjöll
og stækkun Þjórsárvera."
Fræðslufundir OG
FRÆÐSLUFERÐIR
Haldnir voru átta fræðslufundir á
árinu. Erindin voru haldin kl. 20:30
síðasta mánudagskvöld hvers mán-
aðar yfir veturinn í stofu 101 í Lög-
bergi, Háskóla Islands og voru
erindin:
Janúar: Jón Sólmundsson; Rann-
sóknir á skarkola. Fundargestir voru
14.
Febrúar: Ingibjörg Kaldal og Elsa
Vilmundardóttir; Jökullón, hamfara-
hlaup og eldsumbrot. Fundargestir
voru 36.
Mars: Árni Einarsson; Undra-
plantan kúluskítur. Fundargestir
voru 22.
Apríl: Guðni Guðbergsson; Lífríki
Lagarfljóts og áhrif Kárahnjúka-
virkjunar. Fundargestir voru 9.
Maí: Þórunn Pétursdóttir; Al-
askalúpína í þjóðgarði. Fundargestir
voru 21.
Október: Gísli Víkingsson; Rann-
sóknir Hafrannsóknastofnunar á
hrefnu. Fundargestir voru 37.
Nóvember: Ólafur Ingólfsson;
Jöklunarsaga, mannlíf og mammút-
ar í auðnum Vestur-Síberíu. Fundar-
gestir voru 59.
Alls mættu 198 manns á fundina,
eða að meðaltali 28 manns á hvert er-
indi. Auk fastra fræðslufunda HÍN
yfir veturinn stóð HÍN ásamt Land-
vernd fyrir hádegisfyrirlestri Dr.
Harriet Ritvo, prófessors við Massa-
chusetts Institute of Technology
(MIT), í Norræna húsinu þann 25.
júní. Dr. Harriet, sem er umhverf-
issagnfræðingur, kallaði fyrirlestur
sinn „Hvað er ósnortin náttúra?" og
var hann mjög vel sóttur.
Langa ferð félagsins var skipu-
lögð um innra Snæfellsnes í ágúst
2003. Þar sem ákveðið var að fella
löngu ferð félagsins niður vegna lít-
illar þátttöku árin 2001 og 2002
urðu nokkrar umræður innan
stjórnar um hvernig skipulagningu
ferðarinnar skyldi háttað að þessu
sinni. Niðurstaðan var sú að bjóða
upp á styttri ferð, þ.e. langa helgi,
og takmarka keyrsluna sem mest.
Stjórnin taldi þetta góðan kost og
því urðu það vonbrigði er í ljós kom
að innan við 10 manns skráðu sig í
ferðina. Af þeim sökum var ferðin
felld niður þriðja árið í röð.
ÚTGÁFA
Árið 2003 kom út einn árgangur Nátt-
úrufræðingsins, 71. árg., tvö tvöföld
hefti. Fyrra heftið var fyrsta heftið
með nýju útliti en Finnur Malmquist,
grafískur hönnuður og félagsmaður
HIN, sá um hönnun þess.
í tengslum við breytingar á útliti
Náttúrufræðingsins voru breyting-
ar gerðar á ritstjórn blaðsins. Áður
hafði ritstjóri fimm manna ritstjórn
og 11 manna fagráð sér til aðstoðar
við útgáfuna en ákveðið var að
leggja fagráðið niður og fjölga í rit-
stjórninni. Nú sitja sjö manns í rit-
stjórn. I fagráði sátu Ágúst Kvaran,
Borgþór Magnússon, Einar Svein-
björnsson, Guðmundur V. Karls-
son, Guðrún Gísladóttir, Hákon
Aðalsteinsson, Hrefna Sigurjóns-
dóttir, Ingibjörg Kaidal, Ólafur K.
Nielsen og Ólafur S. Ástþórsson.
Áslaug Helgadóttir, Gunnlaugur
Björnsson, Lúðvík E. Gústafsson og
Marta Ólafsdóttir gáfu ekki kost á
sér til áframhaldandi setu í ritstjórn.
Fimm nýir komu til liðs við ritstjórn-
ina, þ.e. Ásdís Auðunsdóttir, Drop-
laug Ólafsdóttir, Hlynur Óskarsson,
Hrefna Sigurjónsdóttir og Kristján
Jónasson, en fyrir voru Ámi Hjartar-
son og Leifur Á. Símonarson. Árni
var valinn formaður ritstjórnar.
Stjórn félagsins þakkar öllu þessu
fólki fyrir framlag þess til útgáfu
Náttúrufræðingsins.
ÁNNAÐ
Eins og undanfarin ár tók HIN þátt
í skipulagningu hátíðarfundar
frjálsra félagasamtaka í tilefni af
degi umhverfisins 25. apríl. í ár fór
dagskráin fram 2. maí í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Þar var fyrrverandi
formanni Hins íslenska náttúru-
fræðifélags, Þóru Ellen Þórhalls-
dóttur prófessor við Háskóla
Islands, veitt viðurkenning fyrir
störf sín að umhverfismálum. Þóra
var formaður félagsins árin
1986-1989. Á sjálfum degi umhverf-
isins boðuðu frjáls félagasamtök til
hádegisfundar á Hótel Borg þar
sem spurt var um framtíðarsýn
stjórnmálaflokkanna varðandi
verndun og nýtingu hálendisins.
Kristín Svavarsdóttir formaður
HÍN var fulltrúi félagsins á aðal-
fundi Landvemdar sem haldinn var
17. maí 2003 í Sólheimum í Gríms-
nesi. Hún sótti einnig fyrir hönd
félagsins umhverfisþing umhverfis-
ráðuneytisins á hótel Nordica 14.-15.
október 2003 en auk hennar voru
stjórnarmennirnir Helgi Torfason og
Kristinn Albertsson á þinginu.
Um höfundinn
tKristín Svavarsdóttir (f. 1959)
hefur verið formaður Hins
íslenska náttúrufræðifélags frá
2002. Hún lauk doktorsprófi í
plöntuvistfræði frá Lincoln-
háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín
er sérfræðingur í vistfræði hjá
Landgræðslu ríkisins.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Kristín Svavarsdóttir
kristin.svavardottir@land.is
Landgræðsla ríkisins
Skúlagötu 21
IS-101 Reykjavík
64