Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 2007, Qupperneq 64
Náttúrufræðingurinn febrúar 2004 í Kópavogi, lýsir yfir ánægju með gerð náttúruvemdar- áætlunar sem lögð hefur verið fram sem þingsályktunartillaga. HIN fagnar sérstaklega hugmynd- um um stækkun þjóðgarðanna í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum og bendir á mikilvægi þess að tengja þessar hugmyndir saman við hug- myndir og vinnu nefndar um Vatnajökulsþjóðgarð og tengd vemdarsvæði. HIN telur einnig að meiri áherslu hefði að ósekju mátt leggja á vemdun jarðminja, svo sem á svæðum eins og Brenni- steinsfjöllum og Heklu. Einnig tel- ur HÍN að mun meiri áherslu hefði mátt leggja á merk svæði á hálendi Islands, m.a. Eyjabakka, Kverkfjöll og stækkun Þjórsárvera." Fræðslufundir OG FRÆÐSLUFERÐIR Haldnir voru átta fræðslufundir á árinu. Erindin voru haldin kl. 20:30 síðasta mánudagskvöld hvers mán- aðar yfir veturinn í stofu 101 í Lög- bergi, Háskóla Islands og voru erindin: Janúar: Jón Sólmundsson; Rann- sóknir á skarkola. Fundargestir voru 14. Febrúar: Ingibjörg Kaldal og Elsa Vilmundardóttir; Jökullón, hamfara- hlaup og eldsumbrot. Fundargestir voru 36. Mars: Árni Einarsson; Undra- plantan kúluskítur. Fundargestir voru 22. Apríl: Guðni Guðbergsson; Lífríki Lagarfljóts og áhrif Kárahnjúka- virkjunar. Fundargestir voru 9. Maí: Þórunn Pétursdóttir; Al- askalúpína í þjóðgarði. Fundargestir voru 21. Október: Gísli Víkingsson; Rann- sóknir Hafrannsóknastofnunar á hrefnu. Fundargestir voru 37. Nóvember: Ólafur Ingólfsson; Jöklunarsaga, mannlíf og mammút- ar í auðnum Vestur-Síberíu. Fundar- gestir voru 59. Alls mættu 198 manns á fundina, eða að meðaltali 28 manns á hvert er- indi. Auk fastra fræðslufunda HÍN yfir veturinn stóð HÍN ásamt Land- vernd fyrir hádegisfyrirlestri Dr. Harriet Ritvo, prófessors við Massa- chusetts Institute of Technology (MIT), í Norræna húsinu þann 25. júní. Dr. Harriet, sem er umhverf- issagnfræðingur, kallaði fyrirlestur sinn „Hvað er ósnortin náttúra?" og var hann mjög vel sóttur. Langa ferð félagsins var skipu- lögð um innra Snæfellsnes í ágúst 2003. Þar sem ákveðið var að fella löngu ferð félagsins niður vegna lít- illar þátttöku árin 2001 og 2002 urðu nokkrar umræður innan stjórnar um hvernig skipulagningu ferðarinnar skyldi háttað að þessu sinni. Niðurstaðan var sú að bjóða upp á styttri ferð, þ.e. langa helgi, og takmarka keyrsluna sem mest. Stjórnin taldi þetta góðan kost og því urðu það vonbrigði er í ljós kom að innan við 10 manns skráðu sig í ferðina. Af þeim sökum var ferðin felld niður þriðja árið í röð. ÚTGÁFA Árið 2003 kom út einn árgangur Nátt- úrufræðingsins, 71. árg., tvö tvöföld hefti. Fyrra heftið var fyrsta heftið með nýju útliti en Finnur Malmquist, grafískur hönnuður og félagsmaður HIN, sá um hönnun þess. í tengslum við breytingar á útliti Náttúrufræðingsins voru breyting- ar gerðar á ritstjórn blaðsins. Áður hafði ritstjóri fimm manna ritstjórn og 11 manna fagráð sér til aðstoðar við útgáfuna en ákveðið var að leggja fagráðið niður og fjölga í rit- stjórninni. Nú sitja sjö manns í rit- stjórn. I fagráði sátu Ágúst Kvaran, Borgþór Magnússon, Einar Svein- björnsson, Guðmundur V. Karls- son, Guðrún Gísladóttir, Hákon Aðalsteinsson, Hrefna Sigurjóns- dóttir, Ingibjörg Kaidal, Ólafur K. Nielsen og Ólafur S. Ástþórsson. Áslaug Helgadóttir, Gunnlaugur Björnsson, Lúðvík E. Gústafsson og Marta Ólafsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu í ritstjórn. Fimm nýir komu til liðs við ritstjórn- ina, þ.e. Ásdís Auðunsdóttir, Drop- laug Ólafsdóttir, Hlynur Óskarsson, Hrefna Sigurjónsdóttir og Kristján Jónasson, en fyrir voru Ámi Hjartar- son og Leifur Á. Símonarson. Árni var valinn formaður ritstjórnar. Stjórn félagsins þakkar öllu þessu fólki fyrir framlag þess til útgáfu Náttúrufræðingsins. ÁNNAÐ Eins og undanfarin ár tók HIN þátt í skipulagningu hátíðarfundar frjálsra félagasamtaka í tilefni af degi umhverfisins 25. apríl. í ár fór dagskráin fram 2. maí í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar var fyrrverandi formanni Hins íslenska náttúru- fræðifélags, Þóru Ellen Þórhalls- dóttur prófessor við Háskóla Islands, veitt viðurkenning fyrir störf sín að umhverfismálum. Þóra var formaður félagsins árin 1986-1989. Á sjálfum degi umhverf- isins boðuðu frjáls félagasamtök til hádegisfundar á Hótel Borg þar sem spurt var um framtíðarsýn stjórnmálaflokkanna varðandi verndun og nýtingu hálendisins. Kristín Svavarsdóttir formaður HÍN var fulltrúi félagsins á aðal- fundi Landvemdar sem haldinn var 17. maí 2003 í Sólheimum í Gríms- nesi. Hún sótti einnig fyrir hönd félagsins umhverfisþing umhverfis- ráðuneytisins á hótel Nordica 14.-15. október 2003 en auk hennar voru stjórnarmennirnir Helgi Torfason og Kristinn Albertsson á þinginu. Um höfundinn tKristín Svavarsdóttir (f. 1959) hefur verið formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 2002. Hún lauk doktorsprófi í plöntuvistfræði frá Lincoln- háskóla í Nýja-Sjálandi. Kristín er sérfræðingur í vistfræði hjá Landgræðslu ríkisins. PÓSTFANG HÖFUNDAR Kristín Svavarsdóttir kristin.svavardottir@land.is Landgræðsla ríkisins Skúlagötu 21 IS-101 Reykjavík 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.