Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 12
6
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
þeim. Þegar komið er upp í I jöruna, er eins og rauðþörungarnir liaii
ekki lengur brúk fyrir rauða litinn. Siilin eru að vísu rauðleit, en
fjörugrösin, sem vaxa olar, eru miklu fremur brún eða grænleit, og
þegar komið er í ferskvatnið, er rauði liturinn alveg horfinn, eins
og Lemanea sannar l)e/.t.
Lemanea er raunar ferskvatnsþchtingur, sem aldrei vex í sjó, en
unir sér be/.t í straumhörðum ám og lækjum og sækir jafnan á þá
staði, þar sem straumþyngst er og vatnið skellur á af miklu afli.
Hún er straumsækin og er að því ieyti öfug við llestalla grænþör-
unga, sem fælast straum. Má vera að í þessu speglist hið upprunalega
eðli hennar sem fjöruplöntu, j>ví sjaldan mun lygnt í fjörum. Af
þessum eiginleika höfum vér og dregið hið íslenzka nalii plöntunn-
ar, straumtogi (straumlagður, straumlokkur).
Tegundir al þessu kyni eru algengar um Norðurálfu, svo og í
Norður-Ameríku og líklega víðar, einkum jx> tegundin Lemanea
fluviatilis L. en hún getur orðið um 10 cm ;í lengd.
Líkami straumtogans er jrráðlaga, eða réttara sagt rörlaga. Á rör-
inu eru með vissu millibili smáhnúskar og finnast j)eir greinilega ef
strokið er eftir þræðinum, og oftast má greina J)á með berum aug-
um.
Verður þörungurinn þannig eins og liðskiptur (nódíur og inter-
ncidíur).
í hnúskum þessum eru karlkyns æxlunarfærin, anþeríðurnar.
Kvenkyns æxlunarfærin myndast innaní rörinu, annaðhvort á sömu
stöðum og anþeríðurnar eða á milli þeirra. Þau kallast karpógóníur
og gróin, sem hér myndast að frjóvgun lokinni kallast karpcisporar
eða karpógró.
Þegar gróin J)roskast fylla þau rörið upp að mestu og getur það
J)á tekið á sig nokkuð óreglulega lögun.
Af gróunum vex eins konar forkím, eins og flöt flaga á steininum,
en upp af forkíminu vaxa lyrst I jölmargir, óreglulega greinóttir
þræðir, sem hver er aðeins ein sellubreidd. Þræðir þessir líkjast ;i
engan hátt sjálfum Lemaneu-þráðunum, sem áður var lýst, og J)ví
voru J)eir fyrrum taldir sérstök tegund og töldust til annars kyns,
cr kallað var Chantransia. Nafninu er haldið ennþá og Jaræðir þcssir
kallaðir chantransia-stig J)örungsins. Chantransia-stiginu fjölgar kyn-
laust, með svokölluðum mónósporum en J)eir eru þó mjög sjaldgæfir
hjá Lemaneukyninu. Bráðlega leysast Chantransiu-þræðirnir upp og