Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 14

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 14
8 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ber verulega á milli er liturinn, sem á að vera svartur til olítubrúnn. íslenzku plönturnar eru hins vegar dökkblágrænar í fyrstu en verða gulgrænar og að lokum gulbrúnar eða olífubrúnar. Einnig eru ís- lenzku eintökin að jafnaði minni, varla yiir 1,5 cm á lengd, en oft aðeins 1 cm. I Ivorttveggja, litur og stærð, eru hins vegar allbreytileg meðal Lemaneanna ogvarla gerandi mikið úr þeim mismun. Gunnar hefur sennilega ekki hitt á fyrsta vaxtarstig plöntunnar og því sleppt að geta um græna litinn. Á meðan ekki hefur iundizt annað betra nafn á íslenzku tegundina tel ég )>ví rétt að kalla hana Lemunea condensalu Israelson. Ekkert iiefur fundizt hér á landi, sem líkist hinni eiginlegu L. flnviatilis, og bendir það til þess, að þessar tvær tegundir séu allvel aðgreindar, og L. condensata eigi fullan rétt til að kallast sérstiik tegund. Hitt er svo annað mál hvort tegundin er raunvertdega ný, eða hefur verið lýst áður undir öðru nafni. Sjálfur bendir Gunnar á tegundina L. hispanica Budde (1929), sem virðist hafa margt sameiginlegt með L. condensata. Ennfremur má nefna tegundirnar L. subtilis Agardh, og L. borealis Atkins. (1904). Þarfn- ast þessar tegundir allar nánari samanburðar. Eins og áður getur er Lemanean fyrst fundin hér á landi í Hrafns- gerðisá, á efri hluta Fljótsdalshéraðs, 1954. Síðan hef ég fundið liana í Þverá (Munkaþverá), í Eyjafirði (19(52), í Heiðará á Öxnadalsheiði (1963), og í Hvassá í Norðurárdal, Borgarfirði vestra. Á öllum þess- um stöðum er plantan svipuð að stærð og vaxtarlagi og þekur jafnan steinana og klettana forstreymis. Þá hef ég lundið Lemaneuna í nokkrum lækjum í grennd við Akureyri. Er hún þar smávaxnari og fíngerðari, og vex oftast í fossum eða í nánd við þá. Má líta á þetta sem lendisalbrigði (Standortsvarietát) af tegunclinni. Eftir þessum fundarstöðum að dæma, virðist tegundin vera nokk- uð útbreidd um landið, og er sennilega algeng víðast hvar. Hvergi finnst hennar þó getið í ritum um íslenzka vatnaþörunga, en um þá hefur reyndar lítið verið skrifað. Má það nú vart dragast lengur, að þessum hluta íslenzku l'lórunnar verði gerð viðunandi skil. HEIMILDARRIT - RÉFÉRENCES Atkinson, G. F. (1890). Monograph of the Lemaneaceae of the United-States. Ann. of Botany 4. Börgesen, F. (1898) Nogle Ferskvandsalger fra Island. Bot. Tidsskr. Bd. 22. Boye-Peterscn, Joli. (1936) On some algae írom Grímsey. Bot. Tidsskr. Bd. 43.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.