Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 23
NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN
17
veldur of hröðum efnaskiptum, sjúklingurinn megrast og verður ör
í skapi, með útstæð augu. Hins vegar veldur skortur á skjaldkirtil-
hormóni hægum efnaskiptum, fitusöfnun og andlegum sljóleika.
Menn, sem eru án skjaldkirtilhormóns frá fæðingu, verða vanskap-
aðir dvergar með mjög skertum andlegum hæfileikum.
Fimmta framhlutahormónið stjórnar innkirtilstarfsemi nýrna-
hettubarkar. Nýrna-
hettubörkur gefur frá
sér nokkur hormón, sem
stýra mikilvægum ]j;í tt-
um lífsstarfseminnar:
sykurefnaskiptum, salt-
jafnvægi og þroska band-
vefs. Enginn getur lifað
nema mjög stuttan tíma
án nýrnahettubarkar,
enda hefur röskun á
barkarstarfseminni jafn-
an í för með sér alvarlega
sjúkdóma.
Hið sjötta og síðasta
hormónið, sem þekkt er
með vissu úr framhluta
heiladinguls, stýrir vexti.
Skortur á þessu hormóni
á vaxtarskeiði manns
veldur dvergvexti, en offramleiðsla risavexti. Bæði dvergar og tröll
með truflaðan heiladingul hala eðlilega líkamsstarfsemi að flestu
leyti öðru en að vextinum lýtur, til dæmis eðlilega greind. Til er
og, að offramleiðsla vaxtarhormónsins hefst ekki fyrr en eðlilegu
vaxtarskeiði mannsins er lokið. Þá eru flest bein líkamans full-
mótitð og geta ekki vaxið frekar, nema bein handa og fóta vaxa,
svo og andlitsbeinin, einkum kjálkabein og önnur niðurandlits-
bein. Sömuleiðis bognar hryggurinn. Bretar hafa lýst þessari van-
sköpun sem „a reversion to the gorilla type“, eða alturhvarfi til
górillugervis, en á vísindamáli kallast luín akromegalia.
Akromegalíu fylgir oft sykursýki: sykurmagnið í blóðinu hækkar
og truflanir verða á sykurefnaskiptum. Venjulega orsakast sykursýki
I. mynd. Risi, 13i/2 árs, með ofvirkan fram-
hluta heiladinguls, við hlið 9 ára bróður síns
og föður, sem er frekar stór vexti.