Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 24
NÁTT Ú R U F R ÆÐINGURINN
18
af skorti á insúlíni, hormóni, sem til verður í briskirtli, en vaxtar-
hormónið virðist vinna gegn insúlíni, svo að ofmyndun vaxtarhor-
móns hefur sömu áhrif og insúlínþnrrð. Ekki orsakar ofmyndun
vaxtarhormóns þó sykursýki nema í fullorðnum mönnum, og er
engin skýring til á því, hvers vegna þessi áhrif koma aldrei fram á
börnum eða unglingum á vaxtarskeiði.
Heiladingulhormónin eru gerð úr aminosýrum, eins og eggja-
hvítuefni. Þó eru eggjahvítuefnin jafnan
mun flóknari að gerð en hormónin. Vís-
indamenn og lyf jaframleiðendur geta
framleitt sum Jieiladingulhormón, en <">nn-
ur eru of flókin eða of lítt rannsökuð til
að það hafi enn lánazt.
Flest hormón eru eins eða áþekk í mönn-
um og samsvarandi hormón i öðrum spen-
dýrum, svo að liægt er að vinna hormón
úr dýrum til að lækna hormónakvilla í
mönnum. Þetta á ekki við um vaxtarhor-
món heiladinguls, því að vaxtarhormón
dýra hafa ekki álnif á vöxt manna, enda
talsverður efnafræðilegur munur á vaxtar-
hormónum eftir tegundum. Ekki hefur
vísindamiinnum heldur teki/.t að framleiða
vaxtarhormón, og eru því miklir örðug-
leikar á að Iækna dvergvöxt, sem orsakast af skorti á vaxtarhormóni
úr heiladingli.
Hvernig temprar líkaminn hormónaframleiðslu heiladinguls? Áð-
ur er drepið á, hvernig vatnsmagn líkamans hefur áhrif á magn hor-
móns, er berst frá afturhluta heiladinguls, sömideiðis, hvernig barn,
er sýgur móður sína, losar um hormón Irá afturhluta heiladinguls
hennar fyrir tilstilli heilans. Um framhlutahormónin, þau er stjórna
kynkirtlum, skjaldkirtli og nýrnahettuberki, er það vitað, að starf-
semi þessara innkirtla hefur áhrif á myndun viðeigandi heiladingul-
hormóna. Ef til dæmis nýrnahettubörkur gefur frá sér of lítið magn
hormóna, eykst framleiðsla heiladingulhormóns þess, er iirvar starf-
semi barkarins. Offramleiðsla barkarhormóna dregur hins vegar úr
myndun heiladingulshormónsins.
Þessi temprun virðist verða fyrir tilverknað heilans. Talsvert ligg-
2. mynd. Dvergur, 9l/ó árs
stúlka með truflaðan fram-
hluta heiladinguls. ViS
hlið hennar er eðlilegur
drengur, jafnaldri hennar.