Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 4

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 4
130 N ÁTTÍTRUPK nema allra fremst — eru svartir í oddinn. — Fremstu flugfjaðrirn- ar eru talsvert ljósari — grárri, en þær sem ofar eru á vængnum, Á innanverðum vængnum og í axlarkrikanum er fiðrið stálgrátt. Á samanlögðum vængjunum (eins og t. d. er fuglinn situr) ná vængbroddarnir talsvert út fyrir stélið, (þ. e. eru sýnilega lengri). Stélfjaðrirnar 18—20 að tölu eru alldökkar, grámóleitar með breið- um hvítum jöðrum og hvítar í endana. Búkurinn neðanverðar aftan endaþarms og þakfiðrið bæði ofan og neðan á stélfjöðrunum er Höfuð af akurgœs. (Eftír Alpheraky). hvítt. Nefið er dökkt, næstum svart ofantil, gulrautt þar fyrir framan, en nöglin framan á nefinu (efraskolti), er suört. Á neðra- skolti nær gulrauði liturinn oft talsvert lengra aftur eftir, en ofan á nefinu. »Tennur« í efri skolti 20—25 (30). Fætur gulrauðir, klærn- ar svartar. (Jngir fuglar (á 1. ári) af þessari teg. eru talsvert frábrugðnir fullorðnum akurgæsum að lit; á höföi og hálsi, ber talsvert á mó- gulum blæ á fiðrinu, einkum aftan í hnakkanum. Á bakinu eru þeir talsvert ljósari á lit en fullorðnar akurgæsir og við nefrótina ofan. á nefinu, vottar ekkert fyrir hvítum lit á fiðrinu. Að stærðinni til gengur þessi gæs einna næst stóru-grágæsv en mun þó að jafnaði naumast verða eins stór. Lengdin er talins

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.