Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 5
NÁTTÚRUFK. 131 þetta frá 751—858 m. m. Vængir 441—463 eða jafnvel allt að 472 m. m. Fótleggir 70 m. m. Stélið 125—161 m. m. Nefið 54—63 m. m. Þyngd fullorðinnar akurgæsar er talið að geti orðið allt að 5 kg. en mun þó að jafnaði vera minni (3V2—4V2 kg.). Framanskráð lýsing er eins og á undanförnum teg. að miklu- leiti eftir Alpheraky, en þó talsvert tekið tillit til lýsinga Kolthoff och Jágerskiöld’s í »Nordens Fáglar« og Collet í »Norges Fugle« en fæstum höfundum ber að öllu saman þótt þeir lýsi sömu skepn- unni, og er því flest það fellt úr, er þeim ber á milli, þar eð sá er þetta ritar, hefir ekki haft þessa tegund handa á milli, en von- andi mun þetta vera allnærri lagi. Yfirleitt er þessi gæsartegund afar breytileg að útliti, bæði eftir aldri og að ýmsu öðru. Eru þekkt nokkur afbrigði (subspecies), sem fræðimönnum kemur saman um að greina megi frá algengum akurgæsum, en fleiri eru þó, sem eru deiluatriði og enn hefir eigi náðst samkomulag um, vegna ónógra athugana, eða of fárra. M. a. er allalgeng undirteg. eða af- brigði, Anser fabalis arvensis, Brehm, í ýmsum nágrannalöndum vorum, sem aðeins er frábrugðin aðalteg. i þvi, að nefið er að mestu leiti gulrautt, nema efst við nefrótina og svo nefnöglin framan á nefinu, sem er svört, en svarta nefnöglin er aðaltegund- areinkenni akurgæsa og greinir þær frá öðrum grágæsum, En sum- ir fræðimanna telja að þetta gul-rauð-nefjaða afbrigði akurgæsanna eigi ekki rétt á sér, sem sérstök undirtegund, því nefliturinn breyt- ist svo með aldrinum. En bæði er það að erfitt eða alls ókleyft, er að segja um aldur fullþroskaðra gæsa og eins hitt að þessar A. f. arvensis má all-oft þekkja þegar á fyrsta aldurs ári þeirra og bendir það á að báðir hafi nokkuð til sins máls. Verður ekkí frekar farið út í þetta hér, en þessvegna var drepið á þetta mál — að það er með öllu ókunnugt hvers háttar akurgæsir það hafa verið, er hingað hafa komið og mætti þvi búast við öllu illu á því sviði. Það er ennþá mjög margt á huldu um isl. gæsir, en vafa- atriðin viðvíkjandi Anser fabalis, eru með þeim erfiðustu viðfangs. Eftir því, sem nú er frekast vitað, mun þessi gœs vera mjög sjald- gœf hér á landi, en kemur hingað ef til vill endrum og eins sem farand-farfugl, eða vegna hrakninga eða villu frá aðal-heimkynn- um sínum. Þó er ekki þar fyrir að synja að hún gæti hafa orpið hér á Iandi einstaka sinnum en frekar verður að telja það vafa- samt. Yfirleitt hefir leikið mjög á tveim tungum, um réttmæti þess, að telja akurgæsir meðal íslenzkra gæsa. Veldur því aðallega ruglingur sá, sem framinn hefir verið, bæði af fræðimönnum og 9*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.