Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 6
132
NATTtmUFR.
öðrum, — á akurgæsum og heiðagæsum (Anser brachyrhynchus).
Var heiðagæsin lengi talin af ýmsum fræðimönnum aðeins sem
afbrigði (subsp.) af akurgæs, en ekki sérstök tegund. Hvoruga
tegundina hafa hérlendir inenn þekkt í sundur allt fram á þennan
dag, enda þótt þar hafi átt í hlut menn, sem að öðru leiti voru
vel glöggir á íslenzka fugla. Er það mjög afsakanlegt, vegna þessa
ruglings ýmissra erlendra fræðimanna er hingað hafa komið og
hafa talið að þeir hafi fyrirhitt akurgæsir hér á landi, en það mun
iíklegast hafa verið heiðargæsir, sem þeir hafa séð, — ef þeir á
annað borð hafa séð nokkurn skapaðan hlut, — þ. e. hafa talið
allar gæsir er þeir báru illa kennsl á, vera akurgæsir.
Heimkynni akurgæsar eru í norðlægum löndum á meginlandi
Norðurálfu, t. d. Norð-vestur-Síberiu austur að Jenissei-fljóti, á
Norðurlöndum og í Rússlandi, Novaja Zemlya, en norður í íshafs-
löndin fer hún ekki.
Lifnaðarhættir akurgæsarinnar eru í ýmsu svipaðir háttum stóru
grágæsar og er hennar helzt að vænta á svipuðum stöðum og
stóru grágæsir byggja. Hér á landi væri því helzt að vænta henn-
ar í byggðum, en miklu síður uppi á heiðum eða í afréttum.
(Frh.) M. B.
Nýjustu íandnemarnir.
Fyrir rúmum þúsund árum settust fyrstu landnemarnir að
hér á landi, landnámsmennirnir. Þeir fluttu með sér nokkrar teg-
undir dýra og hafa flestar beirra verið tii hér síðan. Þau mega
einnig kallast landnemar, því ekkert þeirra var til hér fyrir þann
tíma. Legu lands vors er þann veg háttað, að ekkert þeirra gat
borist hingað af sjálfsdáðum. Þær einar lífverur, sem gátu ferð-
ast um loftið eða sjóinn eða borist með fuglum, höfðu sezt hér að,
aðrar ekki, enda þótt lífsskilyrði væru hér hin sömu og víða ann-
ars staðar. Enginn efi er á því, að dýralíf lands vors væri fjöl-
skrúðugra en það er, ef dýrin hefðu átt greiðan aðgang að
landinu.
Það er ekki ástæða til þess að fara að rökræða það, hvort
það væri réttlætanlegt, að bæði tvífættir og ferfættir landnemar
settust hér að fyrir þúsund árum. Oss finnst það yfirleitt hafa
verið alveg sjálfsagður hlutur, þar sem lífsskilyrði voru hér
engu verri en annars staðar. í rauninni er það jafn-sjálfsagður