Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 7
nAttúrufr. 133 hlutur, að vér auðgum dýralíf lands vors að þeim tegundum, sem vér vitum, að mundu hafa sezt hér að af sjálfsdáðum, ef þær hefðu átt þess lcost, og ennfremur að þeim tegundum, sem vér getum haft not af með ræktun, þó að landið sjálft bjóði þeim ekki eðlileg lífsskilyrði. Mennirnir eru eigingjarnir. l>eir líta jafnan fyrst og fremst á sinn eigin hagnað. Vér mundum ekki una því, að fluttar yrðu inn dýrategundir, sem gerðu oss efnalegt tjón. Vér hugsum fyrst og fremst um gagnið, sem hafa má af dýrunum. I>ví voru það húsdýr, sem fyrst og fremst voru flutt inn. En náttúrufræðingar og náttúruvinir hafa þó ekki minni áhuga á þeim dýrum, sem lifa eftir eðli sínu, án þess að vera undir handleiðslu mannanna. Mér finnst það því ekki að eins réttlætanlegt, heldur sjálfsagt, að vér stuðlum að því, að þær dýrategundir, sem hér er lífsskilyrði fyr- ir og gera ekki ógagn, séu fluttar inn og þeim leyfð landvist. Nú á síðari árum hafa nokkrar dýrategundir verið fluttar til landsins, flestar að vísu beinlínis í hagnaðarskyni, og sam- kvæmt tilmælum ritstjórans ætla eg að segja hér dálítið frá þess- um nýju landnemum. I. Hreindýr. Þau geta að vísu ekki talist með hinum nýju landnemum, þar sem þau hafa þegar verið um hálfa aðra öld hér á landi. En með þeim er hafinn innflutningur villtra veiðidýra til landsins. í ,,Náttúrufræðingnum“ hafa áður birzt greinar um hrein- dýrin, bæði eftir Árna Friðriksson magister og Guðmund heit- inn Bárðarson prófessor. Lýsing á þeim er einnig í ,,spenclýrum“ dr. Bjarna Sæmundssonar. Ennfremur má benda á skemmtilega ritgexð, „Hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslu á 19. öld“, eftir Jó- hannes Friðlaugsson frá Fjalli, í ,,Eimreiðinni“ nýverið. Það er óþarft að endurtaka það hér, sem sagt er í þessum ritgerðum; en margt mætti þó fleira segja um hreindýrin, ef rúm væri til þess. — Hreindýr eiga heima í öllum löndum, sem liggja að Norður- íshafinu, víðasthvar villt, en sums staðar tamin (í Lapplandi og Síberíu). Talin eru um 14 afbrigði þeirra. Hingað voru fluttir norskir fjallahreinar (Rangifer tarandus). Víðasthvar flytja þau sig til eftir árstíðum, sums staðar svo hundruðum kílómetra skiftir. —

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.