Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 8
134
nAttCtrufr
Hreindýr (B. Sæm.: Spendýrin).
Þó að þau heiti að vera tamin, þá er það með allt öðrum
hætti en önnur húsdýr. Þau eru að vissu leyti meiri herrar yfir
húsbændum sínum en þeir yfir þeim. Eigendurnir verða að flytja
sig úr stað eftir vilja dýranna og fá lítið við það ráðið sjálfir.
Dálítið eru þau notuð til ækis og þurfa lítillar tamningar við til
þess. En þurfi t. d. Lappi að ná í hreindýr fyrir sleða sinn, verð-
ur hann að veiða dýr úr hópnum með slöngu (lassó). Til eru
svo „stöndugir“ Lappar að eiga 2—3.000 dýr — þó að það séu
að eins undantekningar — og má nærri geta, hve vel slíkur
hópur muni vera taminn. Nokkuð hafa þeir þó notað mjólkina;
kýrin er þá „lassóuð“ og bundin, því hún lætur ekki mjólka sig
með góðu. En af því hve það er erfitt og jafnframt af því, að
kálfarnir verða ekki eins vænir ef þeir fá ekki að njóta mjólkur-
innar, kváðu Lappar yfirleitt vera hættir því — líkt og við
með fráfærumar.
Brehm lýsir hreindýrunum þannig: „Skilningarvit hreins-
ins eru vel þroskuð. Hann verður óvina sinna var í 500—600
skrefa fjarlægð, og hefi eg sjálfur sannfærzt um það. I-Ieyrnin
er að minnsta kosti eins góð og hjá krónhirtinum, og hann sér
svo vel, að veiðimaðurinn verður að gæta þess vandlega að fela
sig, eins þó að hann Ieitist við að læðast að dýrunum með þau
í vindstöðunni. Smekkurinn virðist vera mjög vel þroskaður, því
hreinninn er beinlínis sælkeri, að því leyti, að hann leitar uppi
bezta hálendis-gróðurinn, og það, hve viðkvæmur hann er fyrir