Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 10
136
NÁTT'CTRTTFBj.
nóg, að veiða aðeins eitt eða tvö dýr, heldur varð hann að ná.
öllum hópnum. Hreindýr eru afar-frá á fæti, og er það vörn.
þeirra fyrir óvinunum, að forðast þá á flótta. Eins og ljóst
er af lýsingum Brehms, sem eg gat um, eru skilningarvit þeirra.
vel skýr. Sæi Vilhjálmur hóp, er hann þurfti að ná, hætti hann;
ekki á það, að læðast að hópnum, heldur gætti hann að, í
hvaða átt dýrin þokuðust og lá þar í leyni fyrir þeim. Það gat.
kostað hann hálft. eða heilt dægur, en — veiðimenn verða að.
vera rólegir! Þegar dýrin eru komin í skotfæri, byrjar hann á
að skjóta í lend á stóru dýri. Það hefir þau áhrif, að dýrið-
legst niður. Brestir eru alltíðir í ísnum norður þar, og því fæl-
ast dýrin ekki við skothvellinn. En við það að eitt dýrið er lagst
verða hin rólegri. Næst skýtur hann dýr, sem er utarlega í hópn-
um, en snýr inn að honum. Þó að um dauðaskot sé að ræðar
stekkur dýrið nokkur skref áður en það fellur, en beint af auga,.
þ. e. inn í hópinn og fellur þar. Dýrin fælast ekki við þetta.
Þannig heldur hann áfram. Þegar nokkur dýr eru fallin, vita
hin ekki sitt rjúkandi ráð. Þau flýja ekki frá félögum sínum,
licldur þyrpast saman í hnapp, og þannig ræður hann niður-
lögum þeirra allra. Með þessu móti hefir hann veitt 30—40
dýr í einu.
Eins og eg tók fram í upphafi, tel eg óþarft að rita al-
menna lýsingu á hreindýrum eða um innlendu hreindýrin sér-
staklega, þar sem lesandinn á auðvelt með að kynna sér það af
greinum þeim, er eg nefndi. Landnemarnir okkar hér munit
lítið hafa verið rannsakaðir, síðan þeir fengu hér landvist. Hér
er ekki svo mikið landrými, að þeir geti, nokkuð að ráði, flutt
sig til eftir árstíðum; þó heyrum við þess getið, að þau leiti nið-
ur til byggða í aítökum. Eg hefi ekki átt þess kost að sjá þau
hér, en eg hefi séð þau erlendis og dáðst að þeim, og eg get
hugsað mér, hve tíguleg sjón það er, að sjá hóp þessara ítur-
vöxnu dýra þjóta um snæviþakin öræfin, þar sem annars er
ekkert líf að sjá.
Þótt hreindýrin hafi ekki verið lengur hér á landí en raun
er á, virðist þó ýmislegt benda til þess, að þau séu að sumu
leyti á leið að verða að sérstöku kyni. Hornin kvað vera miklu
stærri en á skandinavisku hreindýrunum, sem þau eiga ætt sína
tii að rekja. — Hér þyrfti rannsóknar við, svo úr því yrði
skorið, hvaða brögð eru að sérkennum íslenzku hreindýranna.