Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 16
142
NATTORUFHl.
Arangur isíenzkra fngíamerkínga.
iii.
Erlendis hefir spurzt um:
Lóa, ungi merktur hjá Víðikeri í Bárðardal 18/7 — '33. Skot-
inn á Helgoland þ. I3,9 — ’33.
Innanlands hafa náðst:
1. Kría, merkt íullorðin á Sauðárkróki 25h — ’32. Skotin í
sumar samastaðar i2h — ’33.
2. Kría, merkt fullorðin á Sauðárkróki 2bh — ’32. Fundin
dauð samastaðar i sumar 30h — ’33.
Ennfremur mun hafa frétzt til þriðju kríunnar, sem að líkind-
um hefir verið merkt í fyrra sumar á þessum slóðum. Hafði hún
náðst á síldveiðaskipi í sumar innarlega á Skagafirði, en þar eð
merkihrir.gurinn glataðist og númerið á honum gleymdist, verður
þó ekkert fullyrt um þetta.
Þótt árangur fuglamerkinganna sé eigi mikill enn þá, — enda
er vart að vænta þess eftir eitt einasta starfsár, — benda þó
endurheimtur hinna merktu fugla, sem þegar eru kunnar, til þess,.
að vænta megi góðs árangurs af íslenzkum fuglamerkingum. Það
er að vísu allt of fljótt að draga ályktanir af örfáum dæmum, en
dæmin um lóurnar og kríurnar virðast benda i mjög ákveðna átt.
Lóuungarnir fara af landi burt óðar og þeir eru orðnir nógu vel
fleygir til þess, að minnsta kosti 4-5 vikum á undan foreldrun-
um. Er þetta kunnugt víðar frá erlendís, um ýmsa aðra fugla. Um
lóuna er mér ekki fullkunnugt um að þetta hafi full sannast enn
og þarf því að bíða átekta um hríð. Krían kemur augsjáanlega.
aftur ár frá ári til varpstöðva sinna, en enn þá hafa ekki náðst
aftur ungar, sem merktir hafa verið hér á landi, en ætla má að-
þeir leiti hingað er þeir hafa aldur til og fara að verpa.
M. B.
Hvað á eg að gefa gtríífísktmtmi mínttm?
Margir hafa spurt mig um það, til hvaða úrræða þeir ættu
að grípa til þess að halda lífi í nokkrum smáfiskum, er þeir
héldu í vatnsbúri í herbergi sínu, þar sem innflutningshöft og-
gjaldeyrisskortur hafi nú lagt kaldan náhramm á fóðurtegundir*