Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 18

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 18
144 NÁTTCRUFR. r'yrir eftir máltíðina rotna þær auðveldlega. Bezt er að gefa síld- ina í litlum bitum, á stærð við litla ertu, og geyma má það, sem •af gengur, dögum saman í pergament-pappír á köldum stað. 2. Hrátt kjöt, einkum hesta- og nautakjöt, er einnig góð i'æða. Af kjötbitanum skulu skafnar smá tætlur, á stærð við litla ertu. 3. Þá má nota ýmsan úrgang frá daglegum máltíðum, t. d. soðinn þorsk eða kola, eða smábita af steiktu eða soðnu kjöti. 4. Fiskihrogn eða krækling skal sjóða, þurrka síðan í ofni •og-mylja. Af mélinu eru gefnir hæfilega stórir skammtar. 5. Niðursoðnar rækjur eru uppáhalds-fæða allra fiska. 6. Heili, t. d. úr sauðfé, er einnig fínasta fiskafæða, hvort l.eldur sem hann er gefinn hrár eða þurrkaður. 7. Loks þurfa fiskarnir við og við að halda á fæðu úr jurta- ríkinu. Þar má benda á nýtt salat, það skal þurrkað og mulið, • áður.en það er gefið. Á. F. Bandormar í kettí. Fyrir nokkrum dögum fékk eg bréf úr Keflavík, og fylgdi gias með heldur en ekki óálitlegu og lítilsigldu „dýri“ í. 1 bréfinu stóð, að skepna þessi hafi komið niður af ketti, og verið hin fjörugasta fyrst í stað, hreyfst allmikið, og færst af stað með því að engja hliðarnar eða teygja úr þeim á víxl. Var ■tg spurður um það, hvaða dýr þetta væri, og hvort mönnum rnyndi geta stafað hætta af. ,,Dýrið“ var aðeins örfáir millimetrar á lengd, og lítið eitt lengra en það er breitt. Á litinn var það hér um bil al- hvítt. Sá eg strax, að hér var aðeins að í'æða um hluta úr dýri, aftasta liðinn af bandormi nokkrum, sem einatt lifir í köttum og hundum. í bók minni um helztu sníkjudýr mannsins, sem eg hefi nefnt ,,Mannætur“, hefi eg gefið ormi þessum nafnið „lúsasulls-bandormur“, í líkingu við „netjusulls-bandorm“, af ástæðum, sem brátt skal greina. Dýrið heitir á latínu: Taenia cucumerina. Lengdin getur orðið 30—40 centimetrar, og frá öðr- um bandormum er þessi tegund auðþekkt á því, að hliðar lið- anna eru talsvert bogadregnar, en ekki nokkurn veginn beinar eins og á hinum bandormunum, en vegna þess virðist band-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.