Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 19
náttCtrufr. 145 ormurinn, þegar liðirnir hanga saman, eigi ólíkur perlufesti, með aflöngum perlum. Annað einkenni er það, að á hverri hlið hvers liðs er eitt op, en á öðrum bandormum er aðeins eitt op á annari hliðinni. Eins og kunnugt er, lifa bandormarnir, það er að segja hvaða tegund bandorma, sem vera skal, í tveimur tegundum dýra, t. d. lifir sullaveikis-bandormurinn í hundum og mönn- um, höfuðsóttar-bandormurinn í hundum og sauðfé (í heila- búinu), netjusulls-bandormurinn í hundum og sauðfé (í netj- unni) o. s. frv., þó þannig, að æskuskeiðið, eða hinn svonefndi .sullur, lifir í annari tegundinni, en sjálfur bandormurinn í hinni. Ekkert dýr getur fengið bandorm, nema með því að eta sull, þ. e. engin dýr, nema kjötætur, eða réttara sagt dýraætur, geta haft bandorm, því sullurinn lifir alltaf og einungis í líffærum dýranna, og á þaðan enga útgöngu von. Hins vegar lifa band- ormarnir sjálfir í þörmum dýranna, og öftustu liðirnir berast niður af matmóðurinni með saurnum, þegar þeir eru full- þroska, og þannig komast eggin á vettvang, þegar liðurinn rotn- .ar eða rifnar, og geta þá borist niður í hvert það dýr, sem næst er hendinni, klakist þar, orðið að lirfu, sem borar sér út úr þörmunum út í blóðið, sezt að 1 þeim líffærum, sem eðli henn- ar bendir henni á til dvalar, og orðið að sulli. Það er nú merkilegt við bandorm þann, sem að framan ■er nefndur, lúsasulls-bandorminn, að sullurinn lifir í lús þeirri eða fló, sem þefst við í hári hundsins eða kattarins. Eggin ber- .ast með liðunum út í bæli hundsins eða kattarins, en lýsnar eta þau þá líklega. Að minnsta kosti komast þau niður í lýsnar og verða þar að ofurlitlum sulli, sem verður að bíða byrjar, þang- .að til hans tími kemur. Sleiki nú kötturinn eða hundurinn sér undan kláða, fer varla svo, að eigi loði nokkrar lýs eða flær við tunguna ef um auðugan garð er að gresja, lúsin meltist í þörm- um kattarins, en sullurinn byrjar á nýjum lífsferli, sem band- ormur. — Almennt gera bandormarnir lítið tjón, nema að því leyti, að þeir tileinka sér nokkuð af mat þeim, sem hýsillinn (þ. e. dýr það, sem hýsir bandorminn) er að matreiða handa sjálf- um sér. — Öðru máli er þó að gegna með sullina, sem geta orðið mjög hættulegir sumir hverjir. — Lúsasulls-bandormur- inn getur borist í menn, en það kvað mjög sjaldgæft. Niður í manninn kemst hann einungis á einn hátt, nefnilega með fló af Jketti eða hundi, sem sýkt er af sullinum. Því munu helzt börn 10

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.