Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 20
146
NÁTTÚRUFI&
verða fyrir honum, vegna óhreinlegrar umgengni við ketti'
eða hunda.
Um aðferðir til þess að útrýma bandormum hefi eg getið.
nokkuð í bók minni ,,Mannætur“, og skal því ekki fjölyrt.
frekar um það hér.
Eigi er mér kunnugt um, að nokkurs staðar standi nokk-
uð í íslenzkum ritum um þennan bandorm, sem að ofan er
minnst. Þó tel eg víst að hann sé algengur, og mörgum, ekki
sízt dýralæknum muni kunnugt um hann, þótt þess sé ekki, mér
vitanlega, getið í bókum þeim, sem ritaðar hafa verið um húsr-
dýr og dýralækningar.
Á. F.
Ný, ísíenzk burknategtínd.
í Flóru Stefáns er getið 11 burknategunda, er á ís-
landi vaxi. Nú er komin ein ný tegund í hópinn, Cryptogramma
species að nafni. Ættkvíslin, Cryptogramma er ný fyrir ísland, en
hvaða tegund það er, innan þeirrar ættkvíslar, skal látið ósagt að
sinni. Á leið minni frá Siglufirði til Reykjavíkur með Gullfossi,
sumarið 1932, var numið staðar á Hesteyri, og notaði eg þá tækifær-
ið til þess að skjótast í land og líta á gróðurinn, það var 7. ágúst.
Gekk eg þá upp í hlíðina fyrir ofan bræðslustöð Kveldúlfs, og fann
þar margar tegundir af burknum, og þar á meðal þessa nýju teg-
und, sem hér hefir verið nefnd. Auk þess fann eg þar aðra mjög-
sjaldgæfa burknategund (skollakamb, Blechnum spicant), en á
það hefir áður verið minnstí Náttúrufræðingnum (II. árg. bls. 121).
Burkni þessi er smár vexti, eigi hefi eg mælt eintökin, sem eg
fann, en það lætur nærri að þau séu 10—15 cm. á hæð. Það, sem helzt
einkennir plöntuna er það, að smáblöðin virðast meira eða minna
undin upp, einkum á röndunum. Ástæðan til þess, að eigi birtist frá-
sögn um fund þennan fyrr en nú, er sú, að fyrst var haldið, meira
að segja af sérfræðingum, að þetta væru sjúk eintök af tófugrasi
en nú er alveg gengið úr skugga um það, að svo er ekki, heldur er
hér að ræða um nýja tegund fyrir Island. Er eg vini mínum mag.
Thorvald Sörensen mjög þakklátur fyrir það að hann hefir komið
plöntunum á framfæri fyrir mig, og fengið sérfræðinga til þess að
ákvarða þær.
Það lætur að líkindum, að burkni þessi hefir ekkert nafn á ís-