Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 33
NÁTTÚRUFR.
159
um finnst mér miki'ö varið í yfirlit þetto, og gott að fá það, og; er eg liöfundi þess;
m.jög þakklátur fyrir að hafa látið Náttúrufræðinginn verða þess aðnjótandi.
Æskilegt hefði verið að láta því fylgja myndir, og hafa nokkuð lesmál um livern
fugl, en þess var enginn kostur vegna rúmleysis. Enda mun þess ekki þörf, því
áður langt um lí'Sur mun e£ til vill konm alþýðleg bók um íslenzka fugla. Mun
„Náttúrufræðingurinn“ verða fremst í flokki aö bjóða hana velkomna, og-
biðja almenning að taka henni vel, cins og hún mun eiga skilið. Reyndar hefi
og nú hér álpað út úr mér leyndarmáli, sem mér var trúað fvrir, en eg gat ekki
stillt mig um aö gleðja vini blaðsins með þessari fregn. — AS lokum skal það
tekið fram, að skipulag það á fuglategundunum, sem hér er notað og nöfn
þeirra, er allmikið frábrugðið því, sem tíðkast í fræðslubókum og jafnvel vís-
indaritum á Norðurlanda-málum, en höfundurinn hefir notað allra nýjustu nöfn
og niðurskipun, enda allra manna lærSastur á því sviði.
J. F.
Rítfregnír.
Xiels Nielsen, dr. phil.: Contributions to the Physiography of lceland ect.,
I)et. Kgl. danske Videnskábernes Sclsk. Skrifter, Nat. og mat. Afd. 9.Beekke,
IV, 5, Köbenhavn, 1933. Ritsmíð þessi er rúml. 100 bls. í kvartbroti, og eru í
henni milli 50 og t)0 myndir, auk þess að henni fvlgja 7 kort. Ritiö fjallar aðal-
lega um jarðfræöilegar rannsóknir höfundar á hálendinu vestur af Vatnajökli,
en þó eru notuð á milli 80 og 90 heimildarrit. Ritið er mjög f'ullkomið að efni
og frágangi, og er vonandi, að menn, færari mér í þessu efni, verði til þess að
minnast þess í íslenzkum ritum eöa blöðum. Aðeins skal þess getið, að þetta er
8. ritgerðin, sem dr. Nielsen hefir skrifaö um íslenzka náttúrufræði síðan hami
feröaðist hér um land með rektor Pálma Hannessvni fvrir nokkrum árum. I)r.
Nielsen er maður á fertugs aldri.
Arbók Ferðafélags Islands 1933 er nú komin út. Aðalritgerðin í því er
eftir Pálma Hannesson, rektor, og er, eins og vænta mátti, hin fróðlegasta og
skemmtilegasta. Ritgjörðinni fylgir gott kort af svæði því, sem hún nær til. —
Eerðafélagið er nú orðið stórt og öflugt, og hefir starfsemi þess slíkt menning-
arlegt gildi, að æskilegt væri, aö sem flestir gæfu félaginu gaum, og styddu að
gengi þess.
Samtmíngur.
Amazón-áin, sem á upptök sín í Andes-fjöllunum í Suður-Ameríku, og
fellur út í Atlanzhaf, er vatnsmesta fljót heimsins og eitt af þeim allra lengstu.
l'.ins og önnur stórfljót ber það með sér ósköpin öll af föst.um efnum. Talið er
a1'. það flytji 80.000 rúmmetra af efni á hverjum klukkutíma að meðaltali út
í hafið. Ef allt það efni, sem á þessi skilar Atlanzhafinu væri lagt ofan á ís-
lnnd, myndi það verða einum metra hærra eftir aöeins 14—15 ár.