Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 34
160 NÁTTÚRUFR. Á botni Atlanzliafsins, þar sem það er hlýtt, og 1000—5000 m. djúpt, <«r gulbrún leðja, mest megnis gerð úr óteljandi fjölda kalkskelja, sem í lögun líkjast kuðungum. Skeljarnar sjást eiuungis í smásjá, þær eru af frumdýrum, sem á útlendu máli nefnast Glóbigerina, og því er leðjan kölluð glóbigerina- leðja. I einum rúmcentimetra af leðjuuni eru um 225.000 skeljar, eða tvöfalt fleiri en íbúar Islands. Eftir merkinguin að dæma, fer állinn með 15 kílómetra hraða á dag eða .jafnvel meira, þegar hann er á leið frá ströndum Evrópu að gotstö'övunum vestur í Atlanzhafi. Smokkarnir (kolkrabbarnir) eru rándýr. Það má líkja þeim við ránfugl- ana á landi að því leyti hvernig þeir grípa bráð sítia og etíi hana. Bráðina . „klófesta" þeir nefnilega með örmuuum, en rífa hana í sundur með nefinu (goggnum), sem líkist öfugu lundanefi, og kingja henni í bitum. Árið 1801 fannst risa-smokkur í Atlanzhafinu á milli eyjanna Madeira og Teneriffa. Ilann var 5—(i metrar á lengd, og talið er að hann hafi vegið um tvær smálestir. Við New-Foundland hafa fundizt risa-smokkar 10—15 metrar að lengd. Árið 1790 rak hér smokk, sem mun hafa verið um ö—7 metr- . ai að lengd, og svo gildur, að fullorðinn karlmaður gat varla spennt um hann. Margir fiskar geta gefið frá sér liljóð. í Miðjarðarhafinu lifir t. d. fisk- ur, sem sagt er að geti öskrað sem naut, og það hátt, að til hans lieyrist, þótt hann sé á 12—13 metra dýpi. Fiskur þessi er ca. 2 metrar að lengd, og lieitir . Sciena aquila á latínu. Hans hefir þrisvar orðið vart í norrænum höfum. Stærstu tegundir flugfiska geta lyft sér í finnn metra hæð eða meira, ■ og flogið í allt að því eina inínútu í senn með uin 13 metra hraða á sek. og farið rúmlega 800 metra spöl ofansjávar í senn. Það er kunnugt, að nýfædd börn eru mjög handsterk, miklu sterkari en nnuðsynlegt mætti virðast. Hvað eftir annað hafa verið gerðar tilraunir er . sýndu, að ungbörn gátu liangið á iiöndunum í l/£—2 mín. án þess að láta nokk- urt kvak frá sér heyra. Þetta skýra dýrafræðingar þannig, að forfeður mann- kynsins hafi lifað í skógum og hafst við í greinum trjánna. Hinir óeðlilegu handkraftar, sem koma fram hjá barninu á frumlegustu stigum þess, ættu þá að vera leyfar frá gömlum tímum. Einn teningsmetri af efni sólariunar vegur að meðaltali rúmlega eina smálest. Einliver stærsta stjarna, sem þekkt er, heitir Antares. Hún er 80.000 sinnum stærri en sólin, en svo létt, að einn teningsmetri af efni hennar vegur einungis ca. einn áttugasta Iduta af grammi. Á hinn bóginn er minnsta stjama, scm þekkt er (van Maanens stjarna) svo eðlisþung, að einn teningscentimetri af efni hennar vegur um 600 kíló. Margai' dýrategundir eru svo sjaldgæfar, að þær ná miklu verði þegar þær ganga kaupum og sölurn. Fiðrildi nokkurt, sem á heima á Java, en er afar sjaldgæft, er 4000 kr. virði hvert dýr. Fyrir nokkrum árum var til sölu út- troðinn geiríugl í Þýzkalandi, hann átti, að því er mig minnir, að kosta 40.000 krónur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.