Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 3
NÁTTÚRUFRÆÐÍNGURINN III Náffúruíræðingurinn firnm ára. NáttúrufræcSingurinn byrjaði aS koma út á öndverðu árinu 1931, einmitt um það bil, þegar kreppan var að skella hrammi sínum á landið. Það var því varla von, að sól skærra vona skini yfir vöggu hans, og eigi held eg, að marga hefði langað til þess að kaupa hlutabréf í „fyrirtæk- inu“. En nú hefir Náttúrufræðingurinn sigrast á erfiðleikum þeirra fimm verstu ára, sem yfir landið hafa gengið, síðan að bækur og rit fóru að þrífast. Þegar þetta hefti er komið í yðar hendur, heiðraði lesari, þá er Náttúrufræðingurinn orðinn fimm ára gamali. Hann hefir þegar hlotið allmikla útbreiðslu, en ætti þó að fara miklu víðar en hann gerir. Mér er kunnugt um, að hann á hvaðanæfa miklum vinsældum að fagna, og má teljast undur, hve vel honum hefir verið tekið, og hve vel hann hefir þrifizt, þegar þess er gætt, að hann er skapaður í hjáverkum örfárra manna, hve önnur tímarit virðast eiga erfitt uppdráttar, og hve fólkið er fátt. Og þó hafa kaupendur Náttúrufræðingsins orðið að þola óeðlilega langa bið eftir sumum heftunum, en þau hafa þó komið, þó seint væri, og nú getur ritið byrjað á næsta fimm ára skeiðinu. Ástæðan til þess, að Náttúrufræðingurinn hefir mætt þeim vinsæld- um, sem raun er á orðin, er að mínum dómi þessi: 1. Hann hefir valið sér viðfangsefni, sem almenningi var kærkomið að fá fróðleik um: Hinn angandi, blæfagra gróður, hinn fjölbreytta dýraheim, jafnt og meistaraverk hinnar dauðu náttúru. 2. Hann hefir gert sér far um að færa lesandanum hvaða efni, sem var, í þeim búningi, að hverjum yrði auðskilið. 3. Hann hefir verið eins vandaður að öllum frágangi, og frekast hefir verið mögulegt, og loks, 4. Hann hefir reynt að bregðast aldrei því trausti, sem velunnarar hans hafa sýnt honum frá byrjun. Þeir hafa haldið tryggð við hann, og hann hefir haldið tryggð við þá. Hann hefir ekki minnkað, né orðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.