Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1935, Síða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 147 iiimiimmmiimmmmmmmiiiimmiiiiimiimimiiiiiiimmimmmmiiiiiimiiimiiiiiiiimimiiimimmiiiiiiimiiiiiiiiiiimi hver blettur í hverjum þræði hýsir sitt eða sín gen. Að vísu hefir aldrei tekizt að sjá það, sem við köllum gen, en það hefir stundum verið hægt að benda á sambandið á milli þeirra ein- kenna, sem eiginleikarnir valda, og alveg ákveðinna depla í þráðunum. Það hefir nefnilega alloft sést hjá bananflugunni, að þegar eitthvert einkenni er frábrugðið því sem það er vana- lega, þá er líka sá punktur í litþræðinum, þar sem talið er að samsvarandi gen eigi heima, eitthvað öðruvísi en hann á að vera. Þessar rannsóknir eru afar erfiðar viðfangs, enda hefir ekki tekizt að benda á svona sambönd nema í einstöku til- fellum. VI. Karl og kona. Nú víkjum við okkur að því atriði, sem hefir verið eitt af brenn- andi viðfangsefnum ættgengisfræðinnar, en það er sú ráðgáta, hvað það er, sem ákveður kynið hjá fóstrinu. Reyndar eru rann- sóknir þessu viðvíkjandi frekar í ætt við sellufræði og þróunar- fræði en við ættgengisfræði, en ættgengisfræðin hefir lagt sinn mikla skerf af mörkum til lausnar á málinu. Hjá mannkyninu fæðast, eins og kunnugt er, jafnaðarlega hér um bil jafnmargir drengir og telpur. Þetta atriði, að fjöld- inn af báðum kynjunum er sá sami, minnir strax á sum fyrir- brigði úr ættgengisfræðinni. Við minnumst nú þess, sem áður er sagt um baunaplönturnar. Tækjum við nefnilega bauna- plöntu með hvítu blómi, og aðra með jjósfjólubláu, og létum aðra fræva hina, varð helmingurinn af afkvæminu hvítblóma, en helmingurinn fékk ljósfjólublátt blóm, eða með öðrum orð- um, annar helmingur afkvæmisins líktist öðru foreldrinu en hinn hinu. Þetta er í rauninni alveg það sama eins og kyn- ferðisfyrirbrigðið, því að annaðhvort verður barnið karl eða kona, og verður í því tilliti alveg eins og annað foreldrið. Við höfum séð, að hvíta plantan hafði hvíta litinn í tvöföldum skammti, en sú ljósfjólubláa í einföldum, svo að hver kynsella hjá hvítu plöntunni hafði hvítt, ef svo má að orði komast, en hjá Ijósfjólubláu plöntunni’ hafði önnur hvor kynsella hvítt en önnur hvor fjólublátt. Þegar nú plönturnar frævuðust sín á milli, voru jafn mikil líkindi til þess, að hvítt mætti hvítu, og gæfi hvítt, eins og að hvítt mætti fjólubláu og gæfi fjólublátt. Þess vegna var annar helmingurinn af afkvæminu alveg eins og annað foreldrið, en hinn helmingurinn alveg eins og hitt. 10*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.