Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1935, Side 8
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMimmiiimiiiiiiiiiiimiiimiiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiitii í eðli sínu er þetta alveg eins hjá manninum. í líkamssell- unum eða hinum tvísettu sellum manneskjunnar, eru 46 lit- þræðir. Allir þessir litþræðir eru meira eða minna frábrugðnir hver öðrum, eins og áður hefir verið drepið á, en þó þannig, að tveir og tveir eru nákvæmlega eins. Alla þessa 46 litþræði skulum við nú nefna a-þræðina. En auk þessara 46 a-þráða er ennfremur einn þráður, hinn svonefndi x-þráður, hjá karl- manninum, og þessi þráður er greinilega frábrugðinn x-þráð- unum. Hjá konunni er ekki aðeins einn, heldur tveir x-þræðir. Hver sella í líkama mannsins hefir þá 46 a-þræði og einn x-þráð, eða 47 litþræði samtals, en hver sella í lííkama kon- unnar hefir 46 a-þræði og tvo x-þræði, eða 48 litþræði samtajs, eða með öðrum orðum einum fleiri en maðurinn. 9. mynd. Sýnir áhrif kynkirtlanna á útlit líkamans. 1. Hani. 2. Geltur hani. Hann hefir hvorki kamb né kinnsepa, en fjarðraskrautið er hér um bil óbreytt. Hann galar ekki. 3. Geltur hani, sem partur af eggjastokk úr hænu hefir verið græddur í. Hann líkist að öllu leyti hænu. 4. Hæna. 5. „Gelt“ hæna. Líkist mjög geltum hana. 6. „Gelt“ hæna, sem eistu úr hana hafa verið grædd í. Hún líkist fullkomlega vanalegum hana, og getur galað eins og hann. — (W. Johansen: Arvelighedsspörgsmaal, Kbh. 1927).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.