Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 149 IIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111111111111IIIlllllllllllllllllllllllllllllllllIIIllllllllllIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Þegar nú kynsellur konunnar myndast, þá verða 23 a-þræðir en einn x-þráður í hverri, nefnilega nákvæmlega helmingurinn af því, sem var í líkamssellunum. En þegar kynsellur manns- ins myndast, verða að vísu 23 a-þræðir í hverri, alveg eins og í eggi konunnar, en þar sem aðeins er einn x-þráður í hverri líkamssellu mannsins, og þræðirnir klofna ekki við kynsellu- myndunina, fær önnur hver kynsella mannsins einn x-þráð, en önnur hver engan. Allar kynsellur konunnar eru því eins, hver með 23 a-þráðum og einum x-þræði, en hjá manninum eru til tvennskonar kynsellur, nefnilega sellur með aðeins 23 a-þráð- um, og sellur með 23 a-þráðum og einum x-þræði að auki, eða með öðrum orðum alveg eins og kynsellur konunnar, að lit- þráðum til. Mæti nú sella af fyrri gerðinni eggi konunnar, og myndi fóstur, fær hin frjógaða eggsella, og síðan allar sellur í líkama fóstursins, 46 a-þræði en aðeins einn x-þráð, og barnið verður drengur, en renni frjósella af síðari gerðinni saman við eggið, fá sellur fóstursins einnig 46 a-þræði, en tvo x-þræði, einn frá hvoru foreldri, og þá verður barnið stúlka. Svona gagnger er nú mismunurinn á manni og konu, að hver einasta sella í líkama konunnar er með öðru sniði, frábrugðin því sniði, sem hver einasta sella í líkama mannsins hefir, því konusellan hefir tvo x-þræði, en mannssellan aðeins einn. Hjá karlmanninum myndast, eins og sagt var, tvenns konar kynsellur, með x-þræði og án x-þráðar, og við fósturmyndunina er það undir kasti komið, hvaða tegundin af þessum sellum sameinast egginu. Það, sem gerir mismuninn á karli og konu, liggur í eðli karlmannsins, því að kynsellur konunnar eru allar eins, og alveg hlutlausar hvað þetta atriði snertir. Hjá öllum spendýrum, froskdýrum, fiskum, bjöllum, flugum og mörgum öðrum dýrum, eru möguleikarnir til kynsákvörð- unarinnar í eðli karldýrsins, alveg eins og hjá manninum. En hjá mörgum öðrum dýrum, t. d. fuglum og fiðrildum, liggja þessir möguleikar í kvendýrseðlinu, eða með öðrum orðum: kvendýr þessara tegunda framleiða tvennskonar egg, eða tvenns- konar kynsellur, en karldýrið aðeins einskonar. Við frjógunina verður önnur eggjategundin að kvendýrum, en hin að karl- dýrum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.