Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 10
150 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
IIIIIIIIIIIllllll1111IIllllllllf llllllIIIIIIllllllIIIIIIIIIllllllIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIISillIllll 111111111IIIIIIIIIIIIIIlllllIII
VII. Kynbundnir eiginleikar.
Þess hefir nú verið getið, að genin, eða möguleikar eiginleik-
anna, eru í litþráðunum. Hvað snertir ættgengi, eru x-þræðirnir,
sem með samvinnu sín á milli mynda kyn mannsins, ekki frá-
brugðnir a-þráðunum. En nú er sami fjöldi a-þráða hjá körlum
og konum, og þar með nokkurn veginn sami fjöldi eiginleika, að
öllu öðru jöfnu. Öðru máli er að gegna með x-þræðina. Af þeim
eru, eins og við sáum, tveir hjá konunni, en aðeins einn hjá mann-
inum. Nú þekkjum við eiginleika, sem einungis geta komið fram
í útlitsgerfinu, þegar einstaklingurinn hefir erft þá í tvöföldum
skammti, nefnilega bæði frá föðurnum og frá móðurinni, en alla
þá möguleika, sem fylgja x-þráðunum, getur karlmaðurinn að-
eins fengið í einföldum mælikvarða, því að hann hefir aðeins einn
x-þráð, þann, sem hann fékk frá móðurinni. Það er því augljóst,
að þeir eiginleikar, sem fylgja x-þráðunum, hljóta að hafa mis-
munandi áhrif, eftir því hvort þeir eru í einföldum eða tvöföldum
skammti, eftir því hvort þeir hreppa mann eða konu.
Við skulum nú taka dæmi þessu til skýringar, og velja fyrir-
brigðið litblindni. Eins og kunnugt er, er litblindni fólgin í því,
að sjúklingurinn getur ,ekki gert greinarmun á grænu og rauðu,
og litblindni er langtum algengari hjá karlmönnum en kven-
fólki. Ef nú litblindur maður giftist konu, sem hvorki er litblind
né hefir fólginn í sér hulinn vísi að litblindni, verður ekkert
af börnunum litblint. Litblindni verður einungis hægt að skýra,
ef gengið er út frá, að eiginleikinn litblindni hafi orsök sína í
x-þræðinum. x-þráður mannsins hafði nú þennan eiginleika,
en hvorugur x-þráður konunnar. Allir synirnir fá nú aðeins
einn x-þráð, og hann er frá móðurinni, eins og áður er bent á,
svo að þeir verða ekki litblindir. En dæturnar fá tvo x-þræði,
annan frá föðurnum, sem hafði gallann, en hinn frá móður-
inni, og hann er heilbrigður. Dóttirin hefir nú fengið eigin-
leikann litblindni í einföldum skammti, en það er ekki nóg, því
að eiginleikinn litblindur er víkjandi, gagnvart eiginleikanum
ekki litblindur. Eignist nú ein af þessum dætrum mann, sem
ekki er litblindur, verða allar dætur þeirra hjóna heilbrigðar,
af því að þær hafa að minnsta kosti einn heilbrigðan x-þráð, en
annarhver sonanna verður litblindur, nefnilega hver sá son-
ur, sem fær litblindu-x-þráð móðurinnar, því að frá föðurnum
fá synirnir engan x-þráð, sem getur vegið upp á móti þeim gall-