Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 151 «IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMiailllllll<MI>IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII>l aða frá móðurinni. Það er auðskilið hvernig á því stendur, að karlar eru tíðar litblindir en konur, því að konur þurfa að fá litblindu í tvöföldum skammti, eða í báðum x-þráðunum, til þess að sjúkdómurinn komi fram, en karlar aðeins í einföldum skammti, því að þeir hafa einungis einn x-þráð. 1 daglegu tali gerum við greinarmun á góðum og vondum eiginleikum. Litblindni mun til dæmis vera talinn vondur eigin- leiki, en gáfur eða líkamsþróttur góðir eiginleikar. Eg drap á það fyrr, að engir eiginlegir sjúkdómar myndu vera ættgengir, en meira eða minna mótstöðuafl gagnvart einhverjum sjúkdómi getur einkennt eina ættina fremur en aðra, og þetta einkenni getur að minnsta kosti gengið í ættir. Sömuleiðis eru margir líkamslítir og líkamsskemmdir ætt- geng fyrirbrigði, nema þá að gallarnir stafi af slysum eða þess háttar áföllum í lífi einstaklingsins. Ennfremur eru þeir sjúk- dómar, sem eru beinlínis afleiðing af ættgengum líkamsgöll- um, ættgengir, því að þeir fylgja göllunum frá manni til manns. Skrítið einkenni á slíkum sjúkdómum er það, að þeir koma vana- lega ekki fram, nema orsökin, eða genið, sé hjá sjúklingnum í tvöföldum mælikvarða, því að eiginleikinn hress virðist vana- lega vera ríkjandi gagnvart eiginleikanum veikur. Það er til dæmis til afarsjaldgæfur sjúkdómur, sem er fólginn í einskon- ar vöðvakrampa. Sjúkdómurinn er mjög hættulegur og flestir, sem fá hann, deyja á unga aldri. í Svíþjóð hefir þessi sjúkdóm- ur verið til í einni einustu ætt, en sú ætt er reyndar mjög stór. Nú vildi svo til, að tvær fjölskyldur af þessari ætt fiuttust til Ástralíu og settust þar að. Allir einstaklingarnir í þessum tveimur fjölskyldum voru fullkomlega hraustir, og engan gat grunað, að einmitt í eðli þeirra væri hulinn vísir að þessum alvarlega sjúkdómi. Báðar fjölskyldurnar lifðu nú við góða heilsu og ann- að velsæmi í heilan mannsaldur, börnin voru mörg, en engin veik. En svo vildi það til, að einn af sonunum úr annarri fjöl- skyldunni giftist einni af dætrunum úr hinni. Þeim varð barna auðið, og einn fjórði hlutinn af þessum börnum fékk veikina. Þetta er glöggt dæmi um þá hættu, sem skyldleika-giftingu getur fylgt. Óheppilegir eiginleikar, sem felast í skauti ein- hverrar ættar, svo sem líkamsgallar og sjúkdómar þeir, sem fylgja líkamsgöllunum, geta sameinast í tvöföldum skammti í eðlisgerfi einhvers af börnunum og orðið því til tjóns allt líf- ið eða jafnvel að bana. Því er þó ekki að neita, að það sama

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.