Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 12
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinit getur átt sér stað, þótt hjónin séu ekk,ert skyld, því að það er alls ekki sjálfur skyldleikinn, sem ræður bölinu, heldur sá mögu- leiki, að óheppilegir eiginleikar geti tvöfaldast í eðlisgerfi barns- ins, ef þeir eru huldir í skauti ættarinnar. Hvað snertir kosti og lesti barnanna eru giftingar auðvitað alltaf bundnar áhættu. Því að eins og af gullinu getur komið járn, þannig getur einn- ig komið gull af járninu. Við rekum okkur með öðrum orðum aftur og aftur á það, hvað mikið vandamál það er, að dæma um eðlisgerfið eftir út- litsgerfinu, því að bæði er það, að mikið af útlitsgerfinu er kjör- unum að þakka, og í öðru lagi geta falist víkjandi eiginleikar eða víkjandi gen í eðlisgerfinu, í einföldum skammti, og eng- inn getur sagt um það fyrirfram, hvaða áhrif það hefir á út- litsgerfið og gæðin, ef þeir tvöfaldast í eðlinu. Svo verður að gæta vel að einu. Eiginleiki, sem lýsir sér á einhvern ákveðinn hátt í kveneðlinu, getur lýst sér á allt annan hátt í karlmanns- eðlinu að öllu öðru jöfnu. Hugsum okkur til dæmis, að einhver sérstaklega góður eiginleiki sé tengdur öðrum, en aðeins öðr- um x-litþræðinum hjá einhverri konu, og gerum ennfremur ráð fyrir að eiginleikinn komi alls ekki fram í eðli konunnar, vegna þess, að hann þurfi að vera fyrir hendi í tvöföldum skammti, eða í báðum x-þráðunum, til þess að kostir hans komi að not- um. Nú giftist þessi kona manni, sem alls ekki hefir þennan eiginleika hulinn í eðli sínu. Allar dæturnar fá nú tvo x-þræði, annan frá föðurnum, en hinn frá móðurinni. Það ber því ekki á þessum góða eiginleika hjá neinni þeirra, þar sem orsök eig- inleikans er aðeins í öðru x-inu. Synirnir fá aftur á móti aðeins einn x-þráð, eins og venjulegt er, og hann er frá móðurunni. Ef nú einhver sonurinn fær þann x-þráð móðurunnar, sem kostur- inn fylgir, kemur eiginleikinn fram í útlitsgerfinu, því að hjá syninum er enginn x-þráður, sem ekki hefir kostinn, til þess að vega upp á móti góða þræðinum. Eins og eg hefi minnzt á, getur það viljað til við giftingar og þá sérstaklega skyldleika-giftingar, að óheppilegir eigin- leikar, sem ekkert ber á í einföldum skammti, tvöfaldist hjá af- kvæminu, og ráði þar sorg og böli eða jafnvel dauða. Á hinn bóginn getur það vitanlega einnig viljað til, að heppilegir eig- inleikar tvöfaldist, en það hefir ekki alltaf þeim mun betri áhrif, því að þeirra gætir að jafnaði einnig í einföldum skammti. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.