Náttúrufræðingurinn - 1935, Page 20
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
lllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||l|||||||||||||||llllll|||||||llllll,llll,|||f||||||||
að taka mynd af t. d. heitum ofni í svarta myrkri, vegna þess að
ofninn sendir frá sér infra-rauða geisla, hitageisla,. En eftir því
sem við hitum ofninn meira, sendir hann frá sér geisla með minni
og minni bylgjulengdum. Þegar nægilegum hita er náð, fer hann
að senda frá sér rauða geisla, þá fer hann að sjást, seinna verða
geislarnir ljósrauðir, og að lokum nærri hvítir, þá er ofninn orð-
inn hvítglóandi.
Beggja megin við þessa einu áttund geisla, sem við sjáum, eru
til geislar með mjög mismunandi bylgjulengdum. Ef við athug-
um fyrst þá geisla, sem hafa styttri bylgjulengdir en þeir fjólu-
bláu, verða fyrst fyrir okkur últra-fjólubláu geislarnir, sem áð-
ur eru nefndir, og meðal annars þekkjast á því, að þeir hafa áhrif
á Ijósmyndaplötu, en einnig á öðru, sem sé því, að ef að fyrir
þeim verða ákveðin efni, geta þeir fengið þau til þess að lýsa
(fluorescera, senda frá sér geisla með bylgjulengd, sem augaö
skynjar). Enn þá minni bylgjulengd hafa Röntgen-geislarnir (X-
geislarnir), sem hafa þann eiginleika, að þeir komast í gegnum
þunnt lag af léttum efnum. Á þessu byggist það, að læknar geta
notað þá til þess að taka með myndir af innri hlutum líkamans,
því að „fastir“ hlutir (t. d. bein eða meinsemdir) koma þá fram
sem skuggar. Höldum við nú áfram eftir hinu ósýnilega ljósrofi,
til minni og minni bylgjulengda, komum við að Gamma-geislun-
um, sem geislamögnuð efni, eins og t. d. radíum, gefa frá sér.
Þessir geislar ganga miklu betur í gegnum fasta hluti en Röntgen-
geislarnir. Að lokum verða fyrir okkur hinir svonefndu kosmisku
geislar, sem einkum ber á fyrir utan gufuhvolfið í himingeimin-
um, eða í háloftinu (Stratosphære), sem einmitt þeirra vegna
hefir verið rannsakað svo mjög nú á síðari tímum. Þessir geisl-
ar eru svo magnaðir, að þeir geta komist í gegnum margra metra
þykkan blývegg.
Hinum megin við rauða litinn í Ijósrofinu verða fyrir okkur
geislar, sem hafa meiri bylgjulengd en það, að hægt sé að sjá þá.
Við höfum kynnzt infra-rauðu geislunum, en fyrir utan þá, eða
réttara sagt utan til í þeim, taka við hitageislarnir. Ketill með
sjóðandi vatni sendir þannig frá sér geisla, sem eru fjórum átt-
undum lægri (hafa átta sinnum meiri bylgjulengd) en ljós, sem
við skynjum. Langt fyrir utan þessa geisla koma svo karlar, sem
við könnumst við úr daglega lífinu, það eru útvarpsbylgjurnar;
þær eru milljard sinnum lengri en sýnilegir ljósgeislar, .— þær
lengstu um eða yfir tvo kílómetra á lengd. Á. F.