Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 161 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||III||I„I„II„,IIII„III|,|, Rjúpan. i. Flestir hérlendra manna, sem alizt hafa upp utan hinna stærri kauptúna, eða dvalizt hafa langvistum í sveitum, eða hafa átt kost á því að ferðast eitthvað um landið, bera auðvitað meiri eða minni kennzl á rjúpuna og lifnaðarháttu hennar að einhverju leyti; hjá því verður naumast komizt, því að rjúpan er svo algengur fugl, í all-flestum árum, víðast hvar um landið. Væri því ætlandi, að óþarfi væri að eyða orðum að því að lýsa útliti hennar eða hátt- erni; en þegar nánara er eftir grafist, er þekking almennings á rjúpunni mjög af skornum skammti, en einkum og sér í lagi þó að því er lifnaðarhætti hennar snertir. Allir vita að rjúpurnar eru hvítar á vetrum, en móleitar á sumrum, og vita einnig að þetta er rjúpunni gott og nauðsynlegt, því ella fengi hún síður dulizt fyrir óvinum sínum, en þeir eru margir, og allra þeirra eru mennirnir henni verstir og skæðastir. Þá er það og á allra vit- orði, að rjúpan er hin mesta meinleysis-skepna, sem fáum eða engum getur mein gert, en er elt og drepin af öllum kjötætum, sem þess eru megnugar, vegna þess að hún er bezti matur, — og það er hún. En fram yfir það, sem nú hefir verið talið, er þekk- ing alls almennings af mjög skornum skammti, og margt af því, sem menn þykjast um hana vita, er á litlum rökum byggt, mest- megnis getgátur eða hreinn skáldskapur, sem sprottinn er af eðlilegri viðleitni almennings, til þess að reyna að skilja ýmis- leg, all-algeng fyrirbæri í náttúrunni umhverfis oss. En þessi van- þekking er í alla staði eðlileg og af hálfu almennings eru full- gildar afsakanir á takteinum. Allur þorri almennings hefir í önn- ur horn að líta. Hin daglega barátta, strit og annir við að afla sér og sínum nauðsynlegustu nauðsynja, gefur mönnum lítinn tíma afgangs til þess að fást við úrlausnir þýðingarminni við- fangsefna; — því rjúpan hefir aldrei verið sá tekjustofn til fram- dráttar almenningi, að þess. hafi gætt verulega, og í fræðibókum þeim, sem almenningi hafa til þessa verið aðgengilegar, hefir ekki verið um auðugan garð að gresja að því er snertir áreiðanlegar heimildir um lifnaðarhætti rjúpunnar. Innlenda fræðimenn á þessu sviði höfum við fáa eignast og af skiljanlegum ástæðum ll

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.