Náttúrufræðingurinn - 1935, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 163
iiiimiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiiiiiimmiii:iiiiiiiiiiii
hafa .jafnan komizt að raun um, að athuganir hans voru á full-
um rökum reistar.
Yfirleitt gerði Faber sér mjög far um að kynna sér lifnaðar-
háttu íslenzkra fugla og lét sér ekki nægja með það eitt að kom-
ast fyrir það hverrar tegundar þeir væru, og var hann í því efni
langt á undan samtíðarmönnum sínum og mörgum þeim, sem
komu eftir hann. Því er það, að ef menn vilja af bókum kynnast
lifnaðarháttum íslenzkra fugla og athugunum þeim, sem gerðar
hafa verið á því sviði hér á landi, verður mönnum ávallt fyrst
að snúa sér til gamla Fabers, enda er ekki í mörg önnur hús að
venda.
Eftir Friedrich Faber liggja aðallega tvö rit, sem snerta ís-
lenzka fugla. 1) Prodomus der isldndischen Ornithologie, sem
kom út í Kaupmannahöfn árið 1822. Er það eiginlega aðeins ís-
lenzkt fuglatal, sérstaklega er þar getið lifnaðarhátta þeirra og
útbreiðslu um landið, varptíma o. s. frv. Er þar getið ca. 85—6
teg., sem þá urðu kunnar hér á landi, og allt eru það eigin athug-
anir höf. Er þetta hið bezta rit, það sem það nær. 2) Hitt ritið
heitir: Ueber das Leben der hochnordischen Vögel, og kom út í
Leipzig á Þýzkalandi árið 1826. Er það lifnaðarháttalýsing (bio-
logi) norrænna fugla eins og nafnið ber með sér. Er þar getið
allra þeirra fuglategunda, sem höf. hafði kynni af hér á landi, auk
fjölda annarra, þar eð ritið fjallar einnig um fuglaríki Norður-
landa. Er þetta enn þá hið merkasta vísindarit, og eins og þegar
hefir verið tekið fram einna bezt heimildarrit um lifnaðarháttu
íslenzkra fugla. Faber ritaði á þýzku eins og þá var títt meðal
lærðra manna á Norðurlöndum, en sérstaklega í Danmörku, enda
þýðingarlítið í þá daga að rita fyrir fræðimenn á Norðurlanda-
málum, en íslenzk örnefni eru oftast í ritum Fabers á dönsku.
Það var líka samkvæmt tíðarandanum.
Þá er næst að geta H. H. Slater’s. Það er enskur klerkur og einn
af merkustu fuglafræðingum Breta. Hann ferðaðist nokkurum
sinnum að sumarlagi hér á landi á árunum 1885—1900. Hann
hefir ritað litla, handhæga bók, um íslenzka fugla, sem heitir:
Manual of the Birds of Iceland, og kom út í Edinborg árið 1901.
Er þar getið allflestra íslenzkra fugla og má efalaust telja þessa
bók með því bezta, sem ritað hefir verið um íslenzka fugla á enska
tungu. Enda þótt bókin sé ekki með öllu fullnægjandi, gefur hún
þó allgóða hugmynd um fuglaríki íslands.
Séra Slater gerði ýmsar merkilegar athuganir viðvíkjandi ís-
11*